Innlent

Ráðist á starfs­fólk hótels

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður hafa ráðist á starfsfólk hótels í póstnúmerinu 105.

Öryggisverðir héldu viðkomandi þar til lögreglu bar að garði og var hann vistaður í fangaklefa. Svo virðist sem hann hafi verið í annarlegu ástandi og rætt verður við hann þegar það verður hægt.

Lögregla svaraði einnig tveimur útköllum vegna þjófnaðar í verslunum og þá var tilkynnt um nytjastuld á bifreið.

Tilkynnt var um eld í gámi í Hafnarfirði en hann reyndist minniháttar og greiðlega gekk að slökkva hann.

Þrír voru stöðvaðir í umferðinni, grunaðir um akstur undir áhrifum.

Einnig var tilkynnt um flugelda í póstnúmerinu 203 en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×