Alma Möller skellir sér í pólitíkina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 13:13 Alma Möller landlæknir var orðuð við forsetaframboð en tók ekki þann slag. Nú tekur hún slaginn í pólitíkinni. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02
Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46