Dagur í grunnskóla Hulda María Magnúsdóttir skrifar 17. október 2024 15:33 Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona.
Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun