Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 19:17 Bjarni Benediktsson áður en hann gekk á ríkissráðfundinn. Vísir/Vilhelm Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira