Í upphafi kosningabaráttu Heimir Pálsson skrifar 18. október 2024 14:01 Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun