Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. október 2024 20:02 Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Heilbrigðismál Norðurþing Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar