Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. október 2024 20:02 Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Heilbrigðismál Norðurþing Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun