Kæru vinir og stuðningsfólk Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. október 2024 09:01 Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Sjá meira
Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun