Menntun er fjárfesting í framtíðinni Geir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 13:30 Menntakerfi geta verið helvíti kostnaðarsöm. Séu þau vel úr garði gerð eru þau mann-, tækja- og húsnæðisfrekar stofnanir sem krefjast umfangsmikillar stoðþjónustu, ítarlegrar stefnumótunar og ekki síst kennara af holdi og blóði sem annast störf sín af kostgæfni og helst ástríðu. En sé litið til lengri tíma geta vanræksla og vanfjármögnun menntakerfa haft enn meiri kostnað í för með sér. Nú þegar verkföll eru yfirvofandi hjá kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum er ekki úr vegi að staldra aðeins við og velta fyrir sér tilgangi menntunar. Til hvers höldum við úti þessum dýru kerfum? Svo virðist sem þeirri grundvallarspurningu sé sjaldan varpað fram og þó er brýnt að regluleg umræða hana eigi sér stað – svona rétt til áminningar. Margt má læra af framandi menningarheimum. Í kínverskum konfúsíanisma til forna, heimspeki eða hugmyndafræði sem var opinber stefna kínverska keisaraveldisins í yfir 2000 ár, var litið á menntun sem ófrávíkjanlega grunnforsendu þess að hægt sé að viðhalda blómlegu samfélagi. Án menntunar getur ekkert samfélag þrifist. En áherslan var ekki á að læra tiltekna tækni til að geta gegnt ákveðnum störfum, heldur var gildi menntunar fyrst og fremst fólgið í því að styðja baki við og þróa áfram menninguna – þetta ósýnilega afl sem heldur fólki saman í samfélaginu – svo hún gæti aðlagast síbreytilegum aðstæðum fyrir tilstilli þeirra einstaklinga sem menninguna mynda. Án þess að fara hér nánar út í þær hugmyndir og útfærslur sem konfúsíanisminn hefur að bjóða – en þar er vissulega margt athyglisvert og gagnlegt að finna – langar mig að brydda upp á sambærilegri heildarhugsun um menntakerfi okkar á Íslandi í þeirri von að við getum sammælst um mikilvægi þess að fjárfesta vel í því – þá ekki síst í þeim flókna veruleika sem umlykur okkur í dag. Mig langar að leggja sérstaklega út af leikskólunum sem á vissan hátt eru grunnstoðir alls skólakerfisins. Í leikskólum stíga yngstu borgararnir okkar sín fyrstu skref á vettvangi samfélagsins. Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því mikilvæga starfi sem fram fer innan veggja leikskólanna. Leikskólarnir eru ekki einber geymslurými fyrir börnin svo foreldrar geti unnið úti til að stuðla að auknum hagvexti eins og sumir virðast halda – jafnvel þeir sem ættu að vita betur. Auk þess að undirbúa sig fyrir tilteknar námsgreinar grunnskólans, þjálfa börnin málkunnáttu sína, móta með sér aukna félagskennd og læra almennt að umgangast annað fólk af virðingu og jafnvel væntumþykju. Ef aðstæður eru heppilegar er hægt að koma barni til aðstoðar sem á við einhverja sértæka örðugleika að stríða. En þetta er einungis raunhæft þegar aðstæður eru ásættanlegar, þ.á m. nægilega margt sérhæft starfsfólk til staðar, hentugt húsnæði fyrir hendi og aðgangur greiður að viðeigandi námsgögnum og t.d. þroskaleikföngum. Með síauknum fjölda barna sem tala litla eða enga íslensku er orðið enn brýnna að þau fái viðeigandi þjálfun strax á þessu fyrsta stigi. Hins vegar er ekki að sjá að áhugi fyrir því að bæta þessar aðstæður séu sérlega miklar hjá rekstraraðilum leikskólanna. Fyrir vikið verður til vítahringur þar sem allir tapa, ekki síst börnin og framtíð þeirra, framtíð okkar allra. Álagið á leikskólakennara verður of mikið, færri halda í nám leikskólakennara, álagið eykst enn frekar, enn fækkar í greininni, o.s.frv. Þarna hjálpar svo sannarlega ekki til að grunnlaun leikskólakennara – að loknu fimm ára háskólanámi – eru ekki beysin. Það sem hefst í leikskólum heldur auðvitað áfram í grunnskólum – og jafnvel í framhaldsskólum og háskólum, þótt þar séu það vissulega nemendurnir sjálfir sem taka síaukna ábyrgð á eigin námi. Það er samfella á milli skólastiga. Samfellan felst í því að verða smám saman gjaldgengur samfélagsmeðlimur. Það merkir í stuttu (og einfölduðu) máli að kunna á grunneiningar samfélagsins, að temja sér gagnrýna hugsun og hafa skilning á mikilvægi þess að tjá sig og hegða sér með hætti sem stuðlar að betra samfélagi. Þarna eru að sjálfsögðu einnig tilteknar námsgreinar og áherslan á þær eykst eftir því sem haldið er á efra skólastig. Á efstu stigum háskólanáms á mesta sérhæfingin sér stað. En hinn samfélagslegi ábyrgðarþáttur er – eða ætti að vera – gegnumgangandi á öllum stigum menntunar. Megintilgangurinn með menntun er að gera nemendum kleift að þroska getu sína til að vera uppbyggilegir þátttakendur með öðrum í framþróun samfélagsins – og jafnframt að opna augu þeirra fyrir þeim möguleikum og víddum sem menntun opnar þeim. Á vissan hátt er því meginmarkmið menntunar menntunin sjálf. Náist þetta markmið kemur hitt – og þar á ég einkum við val einstaklingsins á sérhæfingu sinni þegar þar að kemur – að mestu leyti af sjálfu sér. Kennslustarf er og hefur væntanlega alltaf verið krefjandi á öllum skólastigum. En í dag þurfa kennarar að bregðast við fjölmörgum nýjum áskorunum á einu bretti. Svo nokkuð sé nefnt, þá virðist sem sértækir námsörðugleikar á borð við málþroskaröskun og athyglisbrest hafi aukist, nemendum með annað tungumál að móðurmáli hefur fjölgað hratt og tilhneiging til sjálfvalinnar félagslegrar einangrunar virðist sterkari nú en áður. Það skiptir sköpum að hlúa sem allra best að framtíðarborgurum samfélags okkar, ekki síst hinum viðkvæmustu og brothættustu, og þannig hefur kennarahlutverkið líklega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. En til þess að kennarar geti sinnt starfi sínu og mætt öllum þessum ólíku áskorunum án þess að eiga hættu á kulnun þarf að skapa þeim kjöraðstæður – það þarf með öðrum orðum að gera kennarastarfið – á öllum skólastigum – að virtum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi sem laðar að okkar hæfasta og besta fólk. Allt þetta kostar fjármagn en þetta fjármagn er fjárfesting í framtíðinni. Sumir fjárfestar eiga ugglaust erfitt með að bíða of lengi eftir arðinum af fjárfestingu sinni en jafnvel margir hinna eirðarlausustu eiga sjálfir afkomendur og ættu því kannski að hugsa málið betur. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Menntakerfi geta verið helvíti kostnaðarsöm. Séu þau vel úr garði gerð eru þau mann-, tækja- og húsnæðisfrekar stofnanir sem krefjast umfangsmikillar stoðþjónustu, ítarlegrar stefnumótunar og ekki síst kennara af holdi og blóði sem annast störf sín af kostgæfni og helst ástríðu. En sé litið til lengri tíma geta vanræksla og vanfjármögnun menntakerfa haft enn meiri kostnað í för með sér. Nú þegar verkföll eru yfirvofandi hjá kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum er ekki úr vegi að staldra aðeins við og velta fyrir sér tilgangi menntunar. Til hvers höldum við úti þessum dýru kerfum? Svo virðist sem þeirri grundvallarspurningu sé sjaldan varpað fram og þó er brýnt að regluleg umræða hana eigi sér stað – svona rétt til áminningar. Margt má læra af framandi menningarheimum. Í kínverskum konfúsíanisma til forna, heimspeki eða hugmyndafræði sem var opinber stefna kínverska keisaraveldisins í yfir 2000 ár, var litið á menntun sem ófrávíkjanlega grunnforsendu þess að hægt sé að viðhalda blómlegu samfélagi. Án menntunar getur ekkert samfélag þrifist. En áherslan var ekki á að læra tiltekna tækni til að geta gegnt ákveðnum störfum, heldur var gildi menntunar fyrst og fremst fólgið í því að styðja baki við og þróa áfram menninguna – þetta ósýnilega afl sem heldur fólki saman í samfélaginu – svo hún gæti aðlagast síbreytilegum aðstæðum fyrir tilstilli þeirra einstaklinga sem menninguna mynda. Án þess að fara hér nánar út í þær hugmyndir og útfærslur sem konfúsíanisminn hefur að bjóða – en þar er vissulega margt athyglisvert og gagnlegt að finna – langar mig að brydda upp á sambærilegri heildarhugsun um menntakerfi okkar á Íslandi í þeirri von að við getum sammælst um mikilvægi þess að fjárfesta vel í því – þá ekki síst í þeim flókna veruleika sem umlykur okkur í dag. Mig langar að leggja sérstaklega út af leikskólunum sem á vissan hátt eru grunnstoðir alls skólakerfisins. Í leikskólum stíga yngstu borgararnir okkar sín fyrstu skref á vettvangi samfélagsins. Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því mikilvæga starfi sem fram fer innan veggja leikskólanna. Leikskólarnir eru ekki einber geymslurými fyrir börnin svo foreldrar geti unnið úti til að stuðla að auknum hagvexti eins og sumir virðast halda – jafnvel þeir sem ættu að vita betur. Auk þess að undirbúa sig fyrir tilteknar námsgreinar grunnskólans, þjálfa börnin málkunnáttu sína, móta með sér aukna félagskennd og læra almennt að umgangast annað fólk af virðingu og jafnvel væntumþykju. Ef aðstæður eru heppilegar er hægt að koma barni til aðstoðar sem á við einhverja sértæka örðugleika að stríða. En þetta er einungis raunhæft þegar aðstæður eru ásættanlegar, þ.á m. nægilega margt sérhæft starfsfólk til staðar, hentugt húsnæði fyrir hendi og aðgangur greiður að viðeigandi námsgögnum og t.d. þroskaleikföngum. Með síauknum fjölda barna sem tala litla eða enga íslensku er orðið enn brýnna að þau fái viðeigandi þjálfun strax á þessu fyrsta stigi. Hins vegar er ekki að sjá að áhugi fyrir því að bæta þessar aðstæður séu sérlega miklar hjá rekstraraðilum leikskólanna. Fyrir vikið verður til vítahringur þar sem allir tapa, ekki síst börnin og framtíð þeirra, framtíð okkar allra. Álagið á leikskólakennara verður of mikið, færri halda í nám leikskólakennara, álagið eykst enn frekar, enn fækkar í greininni, o.s.frv. Þarna hjálpar svo sannarlega ekki til að grunnlaun leikskólakennara – að loknu fimm ára háskólanámi – eru ekki beysin. Það sem hefst í leikskólum heldur auðvitað áfram í grunnskólum – og jafnvel í framhaldsskólum og háskólum, þótt þar séu það vissulega nemendurnir sjálfir sem taka síaukna ábyrgð á eigin námi. Það er samfella á milli skólastiga. Samfellan felst í því að verða smám saman gjaldgengur samfélagsmeðlimur. Það merkir í stuttu (og einfölduðu) máli að kunna á grunneiningar samfélagsins, að temja sér gagnrýna hugsun og hafa skilning á mikilvægi þess að tjá sig og hegða sér með hætti sem stuðlar að betra samfélagi. Þarna eru að sjálfsögðu einnig tilteknar námsgreinar og áherslan á þær eykst eftir því sem haldið er á efra skólastig. Á efstu stigum háskólanáms á mesta sérhæfingin sér stað. En hinn samfélagslegi ábyrgðarþáttur er – eða ætti að vera – gegnumgangandi á öllum stigum menntunar. Megintilgangurinn með menntun er að gera nemendum kleift að þroska getu sína til að vera uppbyggilegir þátttakendur með öðrum í framþróun samfélagsins – og jafnframt að opna augu þeirra fyrir þeim möguleikum og víddum sem menntun opnar þeim. Á vissan hátt er því meginmarkmið menntunar menntunin sjálf. Náist þetta markmið kemur hitt – og þar á ég einkum við val einstaklingsins á sérhæfingu sinni þegar þar að kemur – að mestu leyti af sjálfu sér. Kennslustarf er og hefur væntanlega alltaf verið krefjandi á öllum skólastigum. En í dag þurfa kennarar að bregðast við fjölmörgum nýjum áskorunum á einu bretti. Svo nokkuð sé nefnt, þá virðist sem sértækir námsörðugleikar á borð við málþroskaröskun og athyglisbrest hafi aukist, nemendum með annað tungumál að móðurmáli hefur fjölgað hratt og tilhneiging til sjálfvalinnar félagslegrar einangrunar virðist sterkari nú en áður. Það skiptir sköpum að hlúa sem allra best að framtíðarborgurum samfélags okkar, ekki síst hinum viðkvæmustu og brothættustu, og þannig hefur kennarahlutverkið líklega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. En til þess að kennarar geti sinnt starfi sínu og mætt öllum þessum ólíku áskorunum án þess að eiga hættu á kulnun þarf að skapa þeim kjöraðstæður – það þarf með öðrum orðum að gera kennarastarfið – á öllum skólastigum – að virtum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi sem laðar að okkar hæfasta og besta fólk. Allt þetta kostar fjármagn en þetta fjármagn er fjárfesting í framtíðinni. Sumir fjárfestar eiga ugglaust erfitt með að bíða of lengi eftir arðinum af fjárfestingu sinni en jafnvel margir hinna eirðarlausustu eiga sjálfir afkomendur og ættu því kannski að hugsa málið betur. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun