Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokk á útleið Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 23:19 Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á útleið eftir fundi kjördæmaráða í dag. Fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum verða ekki á lista í næstu Alþingiskosningum. Um er að ræða fjóra karla og eina konu úr fjórum kjördæmum. Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans. Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Það eru þau Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson. Felldur af varaformanninum Jón Gunnarsson settist á þing árið 2007 og hefur því verið þingmaður í sautján ár. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017, innanríkisráðherra í tvo mánuði 2021 til 2022 og dómsmálaráðherra í átján mánuði á síðasta kjörtimabili frá 2022 til 2023. Jón hefur ekki verið óumdeildur í störfum sínum og laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi. Tveir íhaldssamir í Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skákaði tveimur sitjandi þingmönnum, þeim Birgi Þórarinssyni og Ásmundi Friðrikssyni, í baráttunni um 3. sætið í Suðurkjördæmi. Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 og hefur einna helst vakið athygli vegna ferða sinna um kjördæmið. Birgir hefur verið á Alþingi frá árinu 2017, þar af lengst af fyrir Miðflokkinn. Hann var reyndar líka stuttlega varaþingmaður Framsóknarflokksins árin 2010 og 2012. Birgir var einn af þremur Miðflokksmönnum sem náðu inn á þing í síðustu kosningum en hann yfirgaf flokkinn skömmu eftir það og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Bæði Ásmundur og Birgir hafa vakið athygli vegna íhaldssamra skoðana sinna í útlendingamálum. Sitjandi þingmenn á Norðurlandi detta út Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur verið annar þingmaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2021. Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita Norðausturkjördæmis, í baráttu um oddvitasætið á fundi kjördæmaráðs. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið, þar á meðal Berglindi Ósk og ákvað hún að gefa ekki kost á sér í þriðja sætið. Teitur Björn Einarsson hefur verið varaþingmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2016. Hann hefur verið það nokkuð slitrótt en verið samfleytt frá árinu 2023 þegar Haraldur Benediktsson baðst lausnar. Teitur laut í lægra haldi fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar, í kosningu um 2. sæti á lista Sjálfstæðiflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur hafði upprunalega sóst eftir oddvitasæti en dró framboð sitt til baka og var Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi og fyrrverandi oddviti flokksins þar í bæ, því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans.
Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. 20. október 2024 14:44