Verjum húsnæðismarkaðinn frá frekari einkavæðingu Arnlaugur Samúel Arnþórsson skrifar 22. október 2024 12:32 Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands. Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8% Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58% Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja. Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30% Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða! Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum. Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu: Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár. Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta. Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands. Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8% Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58% Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja. Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30% Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða! Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum. Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu: Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár. Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta. Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar