Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 23. október 2024 13:35 Tómas Ellert sækist ekki lengur eftir sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Það gerir Karl Gauti hins vegar. Vísir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira