Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 23. október 2024 16:31 Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun