Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 23. október 2024 16:31 Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun