Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 10:48 Eldur Smári og Ugla Stefanía eru ekki sammála um margt. Vísir Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað. Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað.
Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira