Við ætlum áfram, ekki afturábak Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. október 2024 11:15 Á næsta ári verða liðin 50 ár frá kvennaverkfallinu árið 1975, þegar konur úr öllum samfélagshópum lögðu niður vinnu og stóðu saman með það að markmiði að berjast fyrir bættri stöðu og kjörum kvenna. Tilefnið var ærið, enda voru réttindi og staða kvenna á vinnumarkaði langtum verri en nú er. Þessi dagur var sögulegur og sýndi hversu mikill kraftur getur búið í samstöðunni. Réttindin voru ekki gefin, heldur voru þau sótt. Réttindi voru sótt Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi og stöðu kvenna á þessum tæpu 50 árum en þrátt fyrir það er staðan sú að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og konur hér á landi búa enn við misrétti og ofbeldi. Ein af hverjum þremur konum er beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og rannsóknir sýna að þrettán af hverjum hundrað konum hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar hér á landi. Fæst þessara ofbeldisverka eru tilkynnt og fá leiða til sakfellingar. Þrátt fyrir umbætur á lögum. Verkefnið Áfallasaga kvenna hefur leitt í ljós að tæpur helmingur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, tæpur fjórðungur kvenna glímir við svefnraskanir og þessi áföll eru auk þess tengd aukinni áhættu á ýmsum kvillum, líkum á að vera utan vinnumarkaðar, fæðingarþunglyndi og margs konar heilsufarsvanda. Samkvæmt könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er fjárhagsstaða kvenna verri en karla og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Störf kvenna eru enn ekki metin til jafns við störf karla á vinnumarkaði sem hefur áhrif á launamun kynjanna. Konur lifa skemur við góða heilsu en karlar og tengist það m.a. kröfum samfélagsins um að konur sinni umönnun ættingja, heimilisstörfum, barnauppeldi og svo framvegis frekar en karlar. Álagið er raunverulegt og þar bætist við þriðja vaktin, álagið sem snýst um hugræna byrði sem stendur stöðugt yfir. Að skipuleggja og hafa yfirsýn. Alltaf. Baráttunni er ekki lokið Þetta eru bara dæmi um stöðuna og þessi upptalning er engan vegin tæmandi. Allt eru þetta þó vísbendingar um að við erum ekki komin á leiðarenda. Að baráttunni er ekki lokið. Á endanum snýst baráttan um kjarnaréttindi okkar; jafnrétti okkar allra sem næst ekki nema okkur takist að koma á jöfnuði, ekki bara milli kynjanna heldur ekki síður milli jaðarsettra hópa og þeirra sem betur standa. Þar skiptir kyn höfuðmáli. Bakslag hefur orðið í réttindum kvenna um allan heim. Í Bandaríkjunum og víða í Evrópu er til dæmis þrengt að réttindum kvenna til þess að taka sjálfar ákvarðanir um eigin líkama; um þungunarrof og getnaðarvarnir, og vegið er að réttindum hinsegin fólks um heim allan. Fólk sem fer með mikil völd gerir hvað það getur til að leggja sitt að mörkum í afturförinni. Þetta er alvarlegt og Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun. Það birtist í því að umræðan færist yfir á þá braut að of mikið hafi verið gert í þágu jafnréttis, “það megi ekkert lengur”. Félagsleg norm sem við töldum í bjartsýni okkar að við hefðum náð að kveða í kútinn, um að draumur kvenna væri að eiga sér „fyrirvinnu“ í karlmanni svo hún geti verið heima og sinnt „kvenlegum“ áhugamálum sem þykja ekki merkileg, stinga upp kollinum á nýjan leik. Bakslagið birtist okkur með öðrum hætti en víða erlendis. Sagt er: “ég er nú bara að grínast, róaðu þig” „ekki vera svona viðkvæm“. En grínið er af sama stofni og það bakslag sem kynsystur okkar berjast gegn víða um heim. Og sýnir að við megum aldrei sofna á verðinum. Við verðum að segja skýrt hér á landi, við ætlum ekki til baka. Styrkleiki kvennafrídagsins á sínum tíma var meðal annars sá að hann var þverpólitískur og þveraði stéttir. Konur af öllum stéttum lögðu niður störf. Konur sem tilheyrðu sitthvorum efnahagslega og félagslega veruleikanum hittust og kröfðust þess að rödd þeirra heyrðist. Kvennaverkfallið 2023 var af sama meiði, krafturinn ólýsanlegur, samstaðan engu lík, kröfurnar skýrar. Í dag erum við minnt á að með samstöðunni náum við árangri. Það höfum við séð ítrekað. Stelpur og konur, stálp og kvár, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Á næsta ári verða liðin 50 ár frá kvennaverkfallinu árið 1975, þegar konur úr öllum samfélagshópum lögðu niður vinnu og stóðu saman með það að markmiði að berjast fyrir bættri stöðu og kjörum kvenna. Tilefnið var ærið, enda voru réttindi og staða kvenna á vinnumarkaði langtum verri en nú er. Þessi dagur var sögulegur og sýndi hversu mikill kraftur getur búið í samstöðunni. Réttindin voru ekki gefin, heldur voru þau sótt. Réttindi voru sótt Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi og stöðu kvenna á þessum tæpu 50 árum en þrátt fyrir það er staðan sú að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og konur hér á landi búa enn við misrétti og ofbeldi. Ein af hverjum þremur konum er beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og rannsóknir sýna að þrettán af hverjum hundrað konum hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar hér á landi. Fæst þessara ofbeldisverka eru tilkynnt og fá leiða til sakfellingar. Þrátt fyrir umbætur á lögum. Verkefnið Áfallasaga kvenna hefur leitt í ljós að tæpur helmingur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, tæpur fjórðungur kvenna glímir við svefnraskanir og þessi áföll eru auk þess tengd aukinni áhættu á ýmsum kvillum, líkum á að vera utan vinnumarkaðar, fæðingarþunglyndi og margs konar heilsufarsvanda. Samkvæmt könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er fjárhagsstaða kvenna verri en karla og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Störf kvenna eru enn ekki metin til jafns við störf karla á vinnumarkaði sem hefur áhrif á launamun kynjanna. Konur lifa skemur við góða heilsu en karlar og tengist það m.a. kröfum samfélagsins um að konur sinni umönnun ættingja, heimilisstörfum, barnauppeldi og svo framvegis frekar en karlar. Álagið er raunverulegt og þar bætist við þriðja vaktin, álagið sem snýst um hugræna byrði sem stendur stöðugt yfir. Að skipuleggja og hafa yfirsýn. Alltaf. Baráttunni er ekki lokið Þetta eru bara dæmi um stöðuna og þessi upptalning er engan vegin tæmandi. Allt eru þetta þó vísbendingar um að við erum ekki komin á leiðarenda. Að baráttunni er ekki lokið. Á endanum snýst baráttan um kjarnaréttindi okkar; jafnrétti okkar allra sem næst ekki nema okkur takist að koma á jöfnuði, ekki bara milli kynjanna heldur ekki síður milli jaðarsettra hópa og þeirra sem betur standa. Þar skiptir kyn höfuðmáli. Bakslag hefur orðið í réttindum kvenna um allan heim. Í Bandaríkjunum og víða í Evrópu er til dæmis þrengt að réttindum kvenna til þess að taka sjálfar ákvarðanir um eigin líkama; um þungunarrof og getnaðarvarnir, og vegið er að réttindum hinsegin fólks um heim allan. Fólk sem fer með mikil völd gerir hvað það getur til að leggja sitt að mörkum í afturförinni. Þetta er alvarlegt og Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun. Það birtist í því að umræðan færist yfir á þá braut að of mikið hafi verið gert í þágu jafnréttis, “það megi ekkert lengur”. Félagsleg norm sem við töldum í bjartsýni okkar að við hefðum náð að kveða í kútinn, um að draumur kvenna væri að eiga sér „fyrirvinnu“ í karlmanni svo hún geti verið heima og sinnt „kvenlegum“ áhugamálum sem þykja ekki merkileg, stinga upp kollinum á nýjan leik. Bakslagið birtist okkur með öðrum hætti en víða erlendis. Sagt er: “ég er nú bara að grínast, róaðu þig” „ekki vera svona viðkvæm“. En grínið er af sama stofni og það bakslag sem kynsystur okkar berjast gegn víða um heim. Og sýnir að við megum aldrei sofna á verðinum. Við verðum að segja skýrt hér á landi, við ætlum ekki til baka. Styrkleiki kvennafrídagsins á sínum tíma var meðal annars sá að hann var þverpólitískur og þveraði stéttir. Konur af öllum stéttum lögðu niður störf. Konur sem tilheyrðu sitthvorum efnahagslega og félagslega veruleikanum hittust og kröfðust þess að rödd þeirra heyrðist. Kvennaverkfallið 2023 var af sama meiði, krafturinn ólýsanlegur, samstaðan engu lík, kröfurnar skýrar. Í dag erum við minnt á að með samstöðunni náum við árangri. Það höfum við séð ítrekað. Stelpur og konur, stálp og kvár, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun