Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 22:23 Móðirin var úrskurðuð látin á vettvangi í íbúð í fjölbýlishúss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira