Markasúpa og dramatík í enska boltanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 16:27 Brentford vann dramatískan sigur í dag. Alex Pantling/Getty Images Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Óhætt er að segja að þrír af þeim hafi boðið upp á dramatík. Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma. Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í dag þar sem allt stefndi í sigur heimamanna eftir að Ross Barkley hafði komið Aston Villa yfir á 76. mínútu. Þrátt fyrir að gestirnir hafi ekki beint vaðið í færum tókst Brasilíumanninum Evanilson þó að jafna metin með skalla fyrir Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli. Svipaða sögu er að segja af viðureign Brighton og Wolves þar sem Danny Welbeck kom heimamönnum í Brighton yfir á 45. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins, en Evan Ferguson tvöfaldaði forystu heimamanna fimm mínútum fyrir leikslok og Brighton-menn því í afar góðum málum. Ryan Ait-Nouri minnkaði hins vegar muninn á 88. mínútu áður en Matheus Cunha fullkomnaði endurkomuna á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur því 2-2. What a comeback 😍 pic.twitter.com/0HKFpppPXY— Wolves (@Wolves) October 26, 2024 Dramatíkin var einnig allsráðandi í viðureign Brentford og Ipswich þar segm nýliðar Ipswich komust í 2-0 með mörkum frá Sammie Szmodics og George Hirst. Yoane Wissa minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn stuttu fyrit hálfleik áður en Harry Clarke varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma og staðan í hálfleik því 2-2. Snemma í síðari hálfleik kom Bryan Mbuemo heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum eftir að áðurnefndur Harry Clarke hafði brotið af sér innan vítateigs. Clarke kórónaði svo ömurlegan leik sinn á 69. mínútu með því að næla sér í sitt annað ula spjald og þar með rautt. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að jafna metin á 86. mínútu þegar Liam Delap kom boltanum í netið, en Bryan Mbuemo reyndist hins vegar hetja heimamanna þegar hann tryggði Brentford sigurinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira