Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar 27. október 2024 07:01 Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar