Þau eru við, við erum þau Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 28. október 2024 07:00 Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Sjá meira
Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun