Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. október 2024 08:01 Veronica hefur upplifað ýmislegt í kennarastarfinu og tekist á við margar áskoranir. Samsett Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi. Skrifað í skýin Veronica er fædd og uppalin á Skaganum. Hún byrjaði ung að æfa fótbolta; gekk til liðs við meistaflokk ÍA árið 2013 og á tugi leikja að baki. Áður en hún flutti vestur um haf lauk hún menntaskólanámi heima á Akranesi. „Planið var alltaf að fara til Bandaríkjanna á skólastyrk og spila fótbolta. Það var búið draumur hjá mér alveg síðan ég var í grunnskóla. Og svo var ég svo heppin að fá fullan styrk, sem er auðvitað bara algjör draumur, enda er námið gífurlega dýrt; fimm til sex milljónir á ári. Þetta leiddi til þess að ég flutti út árið 2017, nánar tiltekið til Greenville í Norður Karólínu, og byrjaði í grunnámi í stærðfræði. En eftir því sem leið á fyrsta árið þá fann ég þetta var ekki rétti staðurinn fyrir mig, ég var ekki alveg að finna mig í þessum skóla og í þessum bæ. Ég fór að skoða aðra skóla og tala við þjálfara og hina og þessa og byrjaði ferlið eiginlega upp á nýtt. Og það var úr að ég kom hingað til Flórída og fékk inngöngu í Florida Institute of Technology, sem er í Melbourne,“ segir Veronica. Umræddur skóli er virtur vestanhafs og þar hafa ófáir Íslendingar stundað nám í gegnum tíðina. „Ég hélt semsagt áfram í grunnáminu og allir valáfangarnir mínir fóru eiginlega bara óplanað í efnafræði. Þannig byrjaði ég að tengjast inn í efnafræðideildina. Á seinasta árinu skall covid faraldurinn á og allt lokaði, en það varð samt til þess að ég „græddi“ eitt ár í viðbót til að spila fótbolta. Á þessum tíma var ég búin að koma mér svo vel inn í efnafræðina að ég fékk boð um að kenna, að vera svokallaður „graduate student assistant.“ Það gerði að verkum að ég gat dekkað skólagjöldin í mastersnáminu mínu í efnafræði. Þarna fékk ég tveggja ára reynslu af því að kenna í háskóla, og ég sá um verklega tíma og dæmatíma. Það var svolítið magnað hvernig eitt leiddi af öðru og þetta púslaðist allt saman. Það var eins og þetta væri bara skrifað í skýin. En þetta er líklega sönnun þess að það borgar sig að vera opin fyrir tækifærunum og grípa þau.“ Bæði grunnskóli og framhaldsskóli „Í ársbyrjun 2023, þegar seinasta önnin rann upp þá byrjaði ég að líta í kringum mig og skoða hvað væri í boði. Mig langaði að vera áfram í Bandaríkjunum, ég var ekki tilbúin til að fara heim til Íslands alveg strax. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman og gefandi að kenna; í gegnum tíðina hef ég til dæmis verið að sinna aukakennslu í stærðfræði fyrir framhaldsskólanema, og ég hélt því áfram eftir að ég flutti til Bandaríkjanna og sinnti fjarkennslu í gegnum Zoom. Ég sótti um starf sem kennari í nokkrum framhaldsskólum og var svo heppin að fá atvinnutilboð einungis viku eftir að ég útskrifaðist.“ Skólinn sem um ræðir er Melbourne High School, ríkisrekinn framhaldsskóli með um 2200 nemendur á aldrinum 14 til 18 ára. „Af því að þetta er „high school“ þá er þetta eins og níundi til tólfti bekkur heima á Íslandi,“ útskýrir Veronica en núna er hún komin á sitt annað starfsár í skólanum. „Einn stærsti munurinn á skólanum hér og skólakerfinu heima á Íslandi er sá að við erum akkúrat á milli þessara tveggja skólastiga, gagnfræðiskóla og framhaldsskóla. Ég þarf að hafa sama yfirlit yfir nemendurna eins og er ætlast til í grunnskóla á Íslandi en er með álíka fjölda af nemendum eins og kennari í menntaskóla á Íslandi. Það hefur tekið smá tíma að læra að „fúnkera“ í þessu umhverfi. En mér var tekið rosalega vel strax í byrjun og ég er með ofboðslega gott stuðningsnet hérna í kringum mig. Ég er líka alls ekki feimin við að spyrja spurninga og óska eftir aðstoð,“ segir Veronica jafnframt. Aðspurð um hvort íslenska þjóðernið vekji athygli nemenda og samkennara segir hún það vissulega koma til tals. Líklega myndi það þó gerast oftar ef hún bæri ekki nafn sem er algengt í Bandaríkjunum. Nemendur hennar ávarpa hana alltaf sem „Miss Thor.“ „Núna er ég líka búin að búa það lengi hérna úti og þar af leiðandi hefur íslenski hreimurinn glatast svolítið. Þannig að það eru ekkert allir að kveikja á því að ég sé Íslendingur. En þeir sem hafa gert það hafa verið mjög forvitnir og ég fæ nánast undantekningarlaust spurninguna um Grænland og Ísland, hvort Grændland sé grænt og ís á Íslandi eða öfugt. “ Meira utanumhald en lakari menntun Margir nemendur í Melbourne High School eru spænskættaðir (e.hispanic), og koma flestir úr innflytjendafjölskyldum frá Brasilíu. Sumir þeirra kunna jafnvel ekki stakt orð í ensku. „Krakkarnir sem ég kenni er með mjög mismunandi bakgrunn. Og það er augljóslega krefjandi að halda utan um hundrað og fimmtíu nemendur, sem eru með mjög mismunandi þarfir. Sum þeirra eru jafnvel heimilislaus, eða koma frá gífurlega brotnum og fátækum heimilum. Sum þeirra hafa jafnvel ekki aðgang að tölvu heima hjá sér. Og ég hef þurft að taka mið af því, nálgast þau á öðruvísi hátt. Ég lít á þetta þannig að mitt hlutverk er fyrst og fremst það að byggja þessa krakka upp, vera til staðar og hjálpa þeim. Benda þeim á lausnir og aðstoða þau við að vinna úr hlutunum.“ Skólakerfið vestanhafs er töluvert frábrugðið hinu íslenska af augljósum ástæðum. „Utanumhaldið er meira hér heldur en í skólum á Íslandi, myndi ég segja. Nemendum er til dæmis alfarið bannað að vera með síma. Skólastofurnar eru alltaf læstar og nemendurnir fá ekki að fara fram á klósettið eða neitt annað án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög strangt allt saman, og kennarar geta lent í vandræðum ef þeir gleyma að loka stofunni um leið og bjallan hringir. En aftur á móti þá held ég að menntunin sé betri í íslenskum skólum, við erum komin aðeins lengra.“ Úr kennslustofu Veronicu í Melbourne High SchoolAðsend Læst inni í geymslu Í Bandaríkjunum eru skotárásir í skólum tíðar, og sem kennari hefur Veronica þurft að horfast í augu við það. „Áður en ég byrjaði í þessu starfi þá gat ég engan veginn skilið hvernig það væri hægt að vinna í þessu umhverfi. Það var erfitt að setja sig í þessar aðstæður. En þetta er einfaldlega bara hluti af starfinu, eitthvað sem maður þarf bara að eiga við, undirbúa sig eins vel og maður getur og fylgja settum öryggisreglum. Á seinasta ári kom upp eitt atvik. Í miðri kennslustund barst tilkynning um nemanda sem var inni á salerni í einni byggingunni og hann var sagður vera með byssu. Öllum skólanum var læst og við fengum ekki að vita neitt. Ég þurfti að fara með alla krakkana inn í geymslu innan af skólastofunni, slökkva ljósin og læsa hurðinni. Og þetta var ofboðslega skrítin staða fyrir mig að vera í. Mér fannst eitthvað svo sorglegt og glatað að hugsa til þess að þetta er eitthvað sem þessir krakkar hafa alist upp við, þetta er þeirra raunveruleiki. Þau voru engu að síður skíthrædd, og sum þeirra reyndu að búa til vopn úr hlutum sem voru þarna inni í kennslustofunni. Það er sorglegt að þessir krakkar þurfi að hugsa svona,“ segir Veronica og bætir við að blessunarlega hafi síðan komið í ljós að það var engin hætta á ferðum og kennslan gat haldið áfram. Þetta hafi engu að síður verið afar óhugnanleg upplifun. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir gerendur í skotárásum í skólum koma inn um aðalinnganginn. Þeir eru yfirleitt ekki að reyna að lauma sér inn um hliðar inngang eða eitthvað þess háttar, heldur reyna frekar að blandast inn í hópinn. Það var hins vegar ekki fyrr en núna nýverið að það var sett upp málmleitartæki við innganginn í skólanum, og mér skilst að við séum fyrsti skólinn á svæðinu til að fá þetta tæki. Þetta er öryggisatriði á vegum fylkisins sem er verið að innleiða. En svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta á eftir að virka. Hérna í skólanum þurfum við kennararnir að skiptast á að standa vörð við innganginn á morgnana, og erum sett í þá stöðu að vera öryggisverðir. Það er óneitanlega frekar skrítið og ekki beinlínis þægileg staða að vera í.“ Annað sem er ólíkt með kennarastarfinu í Bandaríkjunum og á Íslandi er að kennarar vestanhafs þurfa margir hverjir að standa sjálfir straum af ýmsum kostnaði sem fellur til við kennsluna. „Það er mjög algengt í Bandaríkjunum, þó að það sé ekki skylda, að kennarar velji að skreyta stofurnar sínar, til að gera kennsluumhverfið huggulegra og skemmtilegra. Við þurfum að greiða allan kostnaðinn við það úr eigin vasa, sem ég skil vel, en það sem ég bjóst ekki við var allur annar aukakostnaður, eins og að kaupa ýmis námsgögn fyrir krakka sem annars hefðu ekki aðgang að þeim. Ég hef keypt allskyns auka gögn fyrir nemendurna mína, stílabækur, möppur, blýanta og þegar ég uppgötvaði að sumir nemendur áttu ekki reiknivél þá fór ég og keypti þrjátíu reiknivélar. Þetta voru vissulega útgjöld sem ég hafði ekki búist við. En svo hef ég kynnst krökkunum betur og myndað tengsl við þau og mig langar svo innilega að þeim gangi vel og líði vel. Þar af leiðandi sé ég alls ekki eftir þessum peningum.“ Í seinasta ári útnefndi skólinn Veronicu sem „nýliða“ kennara ársins.Aðsend Horfir heim til Íslands Aðspurð um kosti og galla við lífið í Bandaríkjunum segir Veronica veðurfarið, hitastigið og sólina ofarlega á lista yfir helstu kosti, af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað algjör lúxus að búa við þessar aðstæður, Fylki sem margir Íslendingar þekkja sem stað til þess að fara í frí. Það er heldur ekkert slæmt að geta skroppið í helgarferðir innan Bandaríkjanna þar sem það er mjög auðvelt að ferðast hérna. En á móti kemur það er margt miklu flóknara og meira vesen hérna í Bandaríkjunum, til dæmis allt í tengslum við tryggingar og skatta. Til dæmis bara það að kaupa bíl í fyrsta skipti og fá bílatryggingar, og fá amerískt ökuskírteini. Ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi þá eru Bandaríkjamenn voðalega gamaldags þegar kemur að allri skriffinsku og þess háttar, þetta er allt á pappír. Þetta er allt sem eitthvað sem maður lærir með tímanum en það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér.“ Eftir sjö ára búsetu í Bandaríkjunum er Veronica núna farin að hugsa sér til hreyfings. „Mér finnst gaman að hafa byrjað sem kennari hérna úti þar sem ég þekkti engan. Ef ég hefði byrjað sem kennari á Íslandi þá hefði líklega þekkt einhverja af samkennurum mínum eða nemendum og mér fannst þetta gefa mér frábært tækifæri til að láta reyna vel á sjálfa mig og prófa eitthvað nýtt. En ég held að það sé komin tími á það núna að flytja aftur heim. Eins og það er búið að vera gaman, og ótrúlega lærdómsríkt að starfað hérna úti þá er Ísland farið að kalla á mig; fjölskyldan og vinirnir, og fjöllin og sjórinn. Og ég er virkilega spennt að koma heim og kenna í íslenskum framhaldsskóla.“ Íslendingar erlendis Bandaríkin Skóla- og menntamál Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Skrifað í skýin Veronica er fædd og uppalin á Skaganum. Hún byrjaði ung að æfa fótbolta; gekk til liðs við meistaflokk ÍA árið 2013 og á tugi leikja að baki. Áður en hún flutti vestur um haf lauk hún menntaskólanámi heima á Akranesi. „Planið var alltaf að fara til Bandaríkjanna á skólastyrk og spila fótbolta. Það var búið draumur hjá mér alveg síðan ég var í grunnskóla. Og svo var ég svo heppin að fá fullan styrk, sem er auðvitað bara algjör draumur, enda er námið gífurlega dýrt; fimm til sex milljónir á ári. Þetta leiddi til þess að ég flutti út árið 2017, nánar tiltekið til Greenville í Norður Karólínu, og byrjaði í grunnámi í stærðfræði. En eftir því sem leið á fyrsta árið þá fann ég þetta var ekki rétti staðurinn fyrir mig, ég var ekki alveg að finna mig í þessum skóla og í þessum bæ. Ég fór að skoða aðra skóla og tala við þjálfara og hina og þessa og byrjaði ferlið eiginlega upp á nýtt. Og það var úr að ég kom hingað til Flórída og fékk inngöngu í Florida Institute of Technology, sem er í Melbourne,“ segir Veronica. Umræddur skóli er virtur vestanhafs og þar hafa ófáir Íslendingar stundað nám í gegnum tíðina. „Ég hélt semsagt áfram í grunnáminu og allir valáfangarnir mínir fóru eiginlega bara óplanað í efnafræði. Þannig byrjaði ég að tengjast inn í efnafræðideildina. Á seinasta árinu skall covid faraldurinn á og allt lokaði, en það varð samt til þess að ég „græddi“ eitt ár í viðbót til að spila fótbolta. Á þessum tíma var ég búin að koma mér svo vel inn í efnafræðina að ég fékk boð um að kenna, að vera svokallaður „graduate student assistant.“ Það gerði að verkum að ég gat dekkað skólagjöldin í mastersnáminu mínu í efnafræði. Þarna fékk ég tveggja ára reynslu af því að kenna í háskóla, og ég sá um verklega tíma og dæmatíma. Það var svolítið magnað hvernig eitt leiddi af öðru og þetta púslaðist allt saman. Það var eins og þetta væri bara skrifað í skýin. En þetta er líklega sönnun þess að það borgar sig að vera opin fyrir tækifærunum og grípa þau.“ Bæði grunnskóli og framhaldsskóli „Í ársbyrjun 2023, þegar seinasta önnin rann upp þá byrjaði ég að líta í kringum mig og skoða hvað væri í boði. Mig langaði að vera áfram í Bandaríkjunum, ég var ekki tilbúin til að fara heim til Íslands alveg strax. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman og gefandi að kenna; í gegnum tíðina hef ég til dæmis verið að sinna aukakennslu í stærðfræði fyrir framhaldsskólanema, og ég hélt því áfram eftir að ég flutti til Bandaríkjanna og sinnti fjarkennslu í gegnum Zoom. Ég sótti um starf sem kennari í nokkrum framhaldsskólum og var svo heppin að fá atvinnutilboð einungis viku eftir að ég útskrifaðist.“ Skólinn sem um ræðir er Melbourne High School, ríkisrekinn framhaldsskóli með um 2200 nemendur á aldrinum 14 til 18 ára. „Af því að þetta er „high school“ þá er þetta eins og níundi til tólfti bekkur heima á Íslandi,“ útskýrir Veronica en núna er hún komin á sitt annað starfsár í skólanum. „Einn stærsti munurinn á skólanum hér og skólakerfinu heima á Íslandi er sá að við erum akkúrat á milli þessara tveggja skólastiga, gagnfræðiskóla og framhaldsskóla. Ég þarf að hafa sama yfirlit yfir nemendurna eins og er ætlast til í grunnskóla á Íslandi en er með álíka fjölda af nemendum eins og kennari í menntaskóla á Íslandi. Það hefur tekið smá tíma að læra að „fúnkera“ í þessu umhverfi. En mér var tekið rosalega vel strax í byrjun og ég er með ofboðslega gott stuðningsnet hérna í kringum mig. Ég er líka alls ekki feimin við að spyrja spurninga og óska eftir aðstoð,“ segir Veronica jafnframt. Aðspurð um hvort íslenska þjóðernið vekji athygli nemenda og samkennara segir hún það vissulega koma til tals. Líklega myndi það þó gerast oftar ef hún bæri ekki nafn sem er algengt í Bandaríkjunum. Nemendur hennar ávarpa hana alltaf sem „Miss Thor.“ „Núna er ég líka búin að búa það lengi hérna úti og þar af leiðandi hefur íslenski hreimurinn glatast svolítið. Þannig að það eru ekkert allir að kveikja á því að ég sé Íslendingur. En þeir sem hafa gert það hafa verið mjög forvitnir og ég fæ nánast undantekningarlaust spurninguna um Grænland og Ísland, hvort Grændland sé grænt og ís á Íslandi eða öfugt. “ Meira utanumhald en lakari menntun Margir nemendur í Melbourne High School eru spænskættaðir (e.hispanic), og koma flestir úr innflytjendafjölskyldum frá Brasilíu. Sumir þeirra kunna jafnvel ekki stakt orð í ensku. „Krakkarnir sem ég kenni er með mjög mismunandi bakgrunn. Og það er augljóslega krefjandi að halda utan um hundrað og fimmtíu nemendur, sem eru með mjög mismunandi þarfir. Sum þeirra eru jafnvel heimilislaus, eða koma frá gífurlega brotnum og fátækum heimilum. Sum þeirra hafa jafnvel ekki aðgang að tölvu heima hjá sér. Og ég hef þurft að taka mið af því, nálgast þau á öðruvísi hátt. Ég lít á þetta þannig að mitt hlutverk er fyrst og fremst það að byggja þessa krakka upp, vera til staðar og hjálpa þeim. Benda þeim á lausnir og aðstoða þau við að vinna úr hlutunum.“ Skólakerfið vestanhafs er töluvert frábrugðið hinu íslenska af augljósum ástæðum. „Utanumhaldið er meira hér heldur en í skólum á Íslandi, myndi ég segja. Nemendum er til dæmis alfarið bannað að vera með síma. Skólastofurnar eru alltaf læstar og nemendurnir fá ekki að fara fram á klósettið eða neitt annað án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög strangt allt saman, og kennarar geta lent í vandræðum ef þeir gleyma að loka stofunni um leið og bjallan hringir. En aftur á móti þá held ég að menntunin sé betri í íslenskum skólum, við erum komin aðeins lengra.“ Úr kennslustofu Veronicu í Melbourne High SchoolAðsend Læst inni í geymslu Í Bandaríkjunum eru skotárásir í skólum tíðar, og sem kennari hefur Veronica þurft að horfast í augu við það. „Áður en ég byrjaði í þessu starfi þá gat ég engan veginn skilið hvernig það væri hægt að vinna í þessu umhverfi. Það var erfitt að setja sig í þessar aðstæður. En þetta er einfaldlega bara hluti af starfinu, eitthvað sem maður þarf bara að eiga við, undirbúa sig eins vel og maður getur og fylgja settum öryggisreglum. Á seinasta ári kom upp eitt atvik. Í miðri kennslustund barst tilkynning um nemanda sem var inni á salerni í einni byggingunni og hann var sagður vera með byssu. Öllum skólanum var læst og við fengum ekki að vita neitt. Ég þurfti að fara með alla krakkana inn í geymslu innan af skólastofunni, slökkva ljósin og læsa hurðinni. Og þetta var ofboðslega skrítin staða fyrir mig að vera í. Mér fannst eitthvað svo sorglegt og glatað að hugsa til þess að þetta er eitthvað sem þessir krakkar hafa alist upp við, þetta er þeirra raunveruleiki. Þau voru engu að síður skíthrædd, og sum þeirra reyndu að búa til vopn úr hlutum sem voru þarna inni í kennslustofunni. Það er sorglegt að þessir krakkar þurfi að hugsa svona,“ segir Veronica og bætir við að blessunarlega hafi síðan komið í ljós að það var engin hætta á ferðum og kennslan gat haldið áfram. Þetta hafi engu að síður verið afar óhugnanleg upplifun. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir gerendur í skotárásum í skólum koma inn um aðalinnganginn. Þeir eru yfirleitt ekki að reyna að lauma sér inn um hliðar inngang eða eitthvað þess háttar, heldur reyna frekar að blandast inn í hópinn. Það var hins vegar ekki fyrr en núna nýverið að það var sett upp málmleitartæki við innganginn í skólanum, og mér skilst að við séum fyrsti skólinn á svæðinu til að fá þetta tæki. Þetta er öryggisatriði á vegum fylkisins sem er verið að innleiða. En svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta á eftir að virka. Hérna í skólanum þurfum við kennararnir að skiptast á að standa vörð við innganginn á morgnana, og erum sett í þá stöðu að vera öryggisverðir. Það er óneitanlega frekar skrítið og ekki beinlínis þægileg staða að vera í.“ Annað sem er ólíkt með kennarastarfinu í Bandaríkjunum og á Íslandi er að kennarar vestanhafs þurfa margir hverjir að standa sjálfir straum af ýmsum kostnaði sem fellur til við kennsluna. „Það er mjög algengt í Bandaríkjunum, þó að það sé ekki skylda, að kennarar velji að skreyta stofurnar sínar, til að gera kennsluumhverfið huggulegra og skemmtilegra. Við þurfum að greiða allan kostnaðinn við það úr eigin vasa, sem ég skil vel, en það sem ég bjóst ekki við var allur annar aukakostnaður, eins og að kaupa ýmis námsgögn fyrir krakka sem annars hefðu ekki aðgang að þeim. Ég hef keypt allskyns auka gögn fyrir nemendurna mína, stílabækur, möppur, blýanta og þegar ég uppgötvaði að sumir nemendur áttu ekki reiknivél þá fór ég og keypti þrjátíu reiknivélar. Þetta voru vissulega útgjöld sem ég hafði ekki búist við. En svo hef ég kynnst krökkunum betur og myndað tengsl við þau og mig langar svo innilega að þeim gangi vel og líði vel. Þar af leiðandi sé ég alls ekki eftir þessum peningum.“ Í seinasta ári útnefndi skólinn Veronicu sem „nýliða“ kennara ársins.Aðsend Horfir heim til Íslands Aðspurð um kosti og galla við lífið í Bandaríkjunum segir Veronica veðurfarið, hitastigið og sólina ofarlega á lista yfir helstu kosti, af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað algjör lúxus að búa við þessar aðstæður, Fylki sem margir Íslendingar þekkja sem stað til þess að fara í frí. Það er heldur ekkert slæmt að geta skroppið í helgarferðir innan Bandaríkjanna þar sem það er mjög auðvelt að ferðast hérna. En á móti kemur það er margt miklu flóknara og meira vesen hérna í Bandaríkjunum, til dæmis allt í tengslum við tryggingar og skatta. Til dæmis bara það að kaupa bíl í fyrsta skipti og fá bílatryggingar, og fá amerískt ökuskírteini. Ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi þá eru Bandaríkjamenn voðalega gamaldags þegar kemur að allri skriffinsku og þess háttar, þetta er allt á pappír. Þetta er allt sem eitthvað sem maður lærir með tímanum en það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér.“ Eftir sjö ára búsetu í Bandaríkjunum er Veronica núna farin að hugsa sér til hreyfings. „Mér finnst gaman að hafa byrjað sem kennari hérna úti þar sem ég þekkti engan. Ef ég hefði byrjað sem kennari á Íslandi þá hefði líklega þekkt einhverja af samkennurum mínum eða nemendum og mér fannst þetta gefa mér frábært tækifæri til að láta reyna vel á sjálfa mig og prófa eitthvað nýtt. En ég held að það sé komin tími á það núna að flytja aftur heim. Eins og það er búið að vera gaman, og ótrúlega lærdómsríkt að starfað hérna úti þá er Ísland farið að kalla á mig; fjölskyldan og vinirnir, og fjöllin og sjórinn. Og ég er virkilega spennt að koma heim og kenna í íslenskum framhaldsskóla.“
Íslendingar erlendis Bandaríkin Skóla- og menntamál Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira