Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifa 29. október 2024 07:01 Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Steinunn Þórðardóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun