Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 13:21 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira