Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. október 2024 13:15 Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar