Ein deild opin á tveimur leikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 09:53 Formaður Kennarasambandsins segir þau ekki geta gert athugasemdir við það að fólk utan stéttarfélagsins sé í vinnunni. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. „Yfirmaðurinn er þarna [ innsk. blm. á Sauðárkróki] úr öðru verkalýðsfélagi og við höfum ekki vald til þess að loka,“ segir Magnús Þór. Á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík segir Halldóra Guðmundsdóttir að allir deildarstjórar séu í Kennarsambandinu og leikskólinn því lokaður. Ein deild er opin á leikskólanum á Seltjarnarnesi. Þar er skert starfsemi samkvæmt Lindu Björg Birgissdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Hún segir misjafnt hversu mörg börn geti mætt. Deildin geti verið opin því deildarstjórinn sé í Sameyki en ekki í Kennarasambandinu. Fjórði leikskólinn sem er í verkfalli er leikskólinn Holt í Reykjanesbæ. Ekki fengust upplýsingar þaðan um það hvort allir deildarstjórar séu í KÍ. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að hafa leikskólann á Sauðárkróki opin þrátt fyrir verkfallsboð. Þá átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. Skólarnir sem nú eru í verkfalli og skólar þar sem þau hefjast síðar. Vísir/Heiðar Engin verkfallsbrot Anna Guðrún Jóhannesdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara er á Sauðárkróki í verkfallsvörslu. Hún segir sex börn mætt í leikskólann. „Það hefur gengið mjög vel. Þau komu hingað í morgun litlu sílin,“ segir Anna Guðrún en deildin er opin til 11 í dag. „Sex börnum deildarinnar bauðst að mæta samkvæmt tölvupósti frá sveitarfélaginu sem það sendi foreldrum. Tvö börn voru mætt þegar við heimsóttum skólann í morgun og tveir starfsmenn deildarinnar voru mættir til starfa. Annar þessara starfsmanna er starfandi deildarstjóri deildarinnar. Þeir starfsmenn eru ekki í verkfalli. Starfsmenn leikskólans sem ekki eru í verkfalli eru mættir til vinnu rétt eins og í gær,“ segir Anna Guðrún að lokum. Magnús Þór segir ekkert hafa komið upp annars staðar þar sem eru verkföll. Kennarasambandið sinni verkfallsvörslu en engin tilfelli hafi verið tilkynnt um verkfallsbrot. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara í dag en fram kom í fréttum í gær að þeir eigi langt í land og viðræður mjakist hægt áfram. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að einn deildarstjóri á Drafnarsteini væri ekki í KÍ. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt klukkan 10:26 þann 30.10.2024. Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Yfirmaðurinn er þarna [ innsk. blm. á Sauðárkróki] úr öðru verkalýðsfélagi og við höfum ekki vald til þess að loka,“ segir Magnús Þór. Á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík segir Halldóra Guðmundsdóttir að allir deildarstjórar séu í Kennarsambandinu og leikskólinn því lokaður. Ein deild er opin á leikskólanum á Seltjarnarnesi. Þar er skert starfsemi samkvæmt Lindu Björg Birgissdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Hún segir misjafnt hversu mörg börn geti mætt. Deildin geti verið opin því deildarstjórinn sé í Sameyki en ekki í Kennarasambandinu. Fjórði leikskólinn sem er í verkfalli er leikskólinn Holt í Reykjanesbæ. Ekki fengust upplýsingar þaðan um það hvort allir deildarstjórar séu í KÍ. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að hafa leikskólann á Sauðárkróki opin þrátt fyrir verkfallsboð. Þá átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. Skólarnir sem nú eru í verkfalli og skólar þar sem þau hefjast síðar. Vísir/Heiðar Engin verkfallsbrot Anna Guðrún Jóhannesdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara er á Sauðárkróki í verkfallsvörslu. Hún segir sex börn mætt í leikskólann. „Það hefur gengið mjög vel. Þau komu hingað í morgun litlu sílin,“ segir Anna Guðrún en deildin er opin til 11 í dag. „Sex börnum deildarinnar bauðst að mæta samkvæmt tölvupósti frá sveitarfélaginu sem það sendi foreldrum. Tvö börn voru mætt þegar við heimsóttum skólann í morgun og tveir starfsmenn deildarinnar voru mættir til starfa. Annar þessara starfsmanna er starfandi deildarstjóri deildarinnar. Þeir starfsmenn eru ekki í verkfalli. Starfsmenn leikskólans sem ekki eru í verkfalli eru mættir til vinnu rétt eins og í gær,“ segir Anna Guðrún að lokum. Magnús Þór segir ekkert hafa komið upp annars staðar þar sem eru verkföll. Kennarasambandið sinni verkfallsvörslu en engin tilfelli hafi verið tilkynnt um verkfallsbrot. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara í dag en fram kom í fréttum í gær að þeir eigi langt í land og viðræður mjakist hægt áfram. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að einn deildarstjóri á Drafnarsteini væri ekki í KÍ. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt klukkan 10:26 þann 30.10.2024.
Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21
Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14
Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01