Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 31. október 2024 14:35 Maðurinn fékk svona hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er úr safni. Black_Kira/Getty Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur taldi hann ekki eiga rétt á skaðabótum. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira