Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 31. október 2024 14:35 Maðurinn fékk svona hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er úr safni. Black_Kira/Getty Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur taldi hann ekki eiga rétt á skaðabótum. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira