Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 31. október 2024 15:02 Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar