Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 31. október 2024 15:02 Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir að þúsundir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegnum Airbnb, jafnvel allan ársins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út. Svo virðist sem Samfylkingin sé búin að gleyma því að í vor samþykkti Alþingi að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði en hugmyndir um að setja slíku reglu utan þéttbýlis eða afturkalla þegar veitt rekstrarleyfi voru skotnar niður í nefndaráliti atvinnuveganefndar 21. mars sl., en áheyrnarfulltrúi Samfylkingar var samþykkur álitinu. Er rétt að rifja þetta aðeins upp um leið og ég bendi á að það væri mjög gott ef Samfylkingin legði fram lista yfir þessar þúsundir íbúða áður en væntanlegir kjósendur byrja að pakka niður tannburstanum. Í byrjun árs lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (rekstrarskyld gististarfsemi). Í frumvarpinu var lagt til: “Heimagistingu má reka í samþykktu íbúðarhúsnæði en allir aðrir gististaðir að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka skulu vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.” Þetta varð ekki að lögum heldur eftirfarandi breyting sem lögð var til í nefndaráliti atvinnuveganefndar: “Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði” Í umfjöllun atvinnuveganefndar kemur fram að eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins væri að tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur en mikil umræða hefði verið um húsnæði sem nýtt væri til heimagistingar í atvinnuskyni, þ.e. rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi. Tölur væru hins vegar mjög á reiki um það hversu margar íbúðir væru nýttar til slíks en t.d. væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuveganefnd var sammála að brýnt væri að að létta á þeim mikla skorti á íbúðarhúsnæði sem hafi verið viðvarandi á þéttbýlissvæðum landsins. Frumvarpið tæki hins vegar til alls húsnæðis sem fyrirhugað væri að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi þó ljóst væri að sá húsnæðisvandi sem leitast væri við að greiða úr með því ætti ekki við utan þéttbýlissvæða. Nefndin lagði því til breytingu á frumvarpinu að það ætti eingöngu við um þéttbýli. Þannig mætti tryggja að gististarfsemi sem starfrækt hafi verið utan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, sem verið hafi mikil búbót fyrir sveitir landsins, fengi að starfa áfram óbreytt. Mætti með því stuðla að bættum kjörum bænda og annarra sem búa utan byggðarkjarna kjósi þeir að stunda slíkan rekstur. Í skilgreiningu á þéttbýli lagði nefndin til grundvallar 28. tölul. 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, þ.e. að þéttbýli sé þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka mætti þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags. Með því að notast við þá skilgreiningu mætti jafnframt tryggja aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga þegar kæmi að ákvörðunartöku um starfsemi rekstrarleyfisskyldra gististaða. Atvinnuveganefnd taldi mikilvægt að árétta, þar sem komið hefðu fram sjónarmið um að þau rekstrarleyfi sem þegar hefðu verið gefin út yrðu afturkölluð til að tryggja frekar framboð íbúðarhúsnæðis, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, að frumvarpinu væri ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif og væri það í samræmi við almenn ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og eignarréttindi, sbr. 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. Ef löggjafinn hygðist takmarka atvinnuréttindi með afturvirkum hætti þyrfti hann að uppfylla skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill. Dómafordæmi væru fyrir því að slík afturvirk lagasetning gæti leitt til skaðabótaskyldu af hálfu ríkisins. Óvíst yrði að telja út frá dómafordæmum að skilyrði um almannahagsmuni og almannaheill yrðu talin uppfyllt ef slíkri afturvirkni yrði beitt. Tók nefndin fram að t.d. á höfuðborgarsvæðinu væri 301 íbúð skráð með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og ekki væri hægt að fullyrða að allar þær íbúðir myndu skila sér á markað ef afturkalla ætti slík leyfi. Að lokum er rétt að benda á að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Höfundur er lögmaður.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun