Horfði á lík fljóta fram hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 22:01 Valencia er eitt drullusvað. AP Photo/Manu Fernandez Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“ Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Sjá meira
Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Sjá meira
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31
Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17