„Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar 1. nóvember 2024 08:16 Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun