Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar 1. nóvember 2024 09:45 Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun