Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2024 09:02 Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun