Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:31 Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun