Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 09:37 Alexis Morris var besti maður vallarins og skoraði sigurkörfu Grindavíkur gegn Keflavík í vikunni. vísir/Diego Körfuboltakonan Alexis Morris segist aldrei hafa lent í því áður að þjálfari vanvirði hana með blótsyrðum, eins og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur gerði við lok leiks í Bónus-deildinni á þriðjudag. Hún kveðst hafa verið óörugg þegar Friðrik hafi elt hana inn í sal eftir leik. Morris var aðalstjarna Grindavíkur í dramatíska sigrinum gegn Keflavík, 68-67, í Smáranum á þriðjudag. Í leikslok fagnaði hún sigrinum eins og vaninn er, en dansaði einnig létt og veifaði hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur. Við því brást Friðrik Ingi með því að kalla að henni „fuck off!“ Þó að Morris hafi ekki svarað því, né gert neina athugasemd við þetta í viðtali eftir leik, þá segir Morris að Friðrik hafi haldið áfram að áreita sig eftir leik, þegar hún var komin úr körfuboltabúningnum og í borgaraleg klæði. Myndi aldrei sýna svona vanvirðingu og ókurteisi „Ég vil að það sé alveg skýrt að ég var aldrei nokkurn tímann að hæðast að eða ögra neinum í Keflavík. Ég fagnaði í lokin, eins og allir íþróttamenn hefðu gert. Þetta var léttur fögnuður og ætlunin var ekki að ögra eða kalla fram nein viðbrögð,“ segir hin bandaríska Morris sem settist niður með blaðamanni til að segja sína hlið af málinu. Friðrik Ingi Rúnarsson ræðir við leikmenn sína í leiknum í Smáranum á þriðjudag.vísir/Diego „Mér finnst hins vegar mjög ófagmannlegt af honum að nota blótsyrði í minn garð, þegar ég hafði aldrei gert neitt slíkt gagnvart honum eða leikmönnum hans. Í viðtalinu eftir leik talaði ég líka bara vel um Keflavíkurliðið og hve góð og mikil barátta var í leiknum. Og þetta viðtal var eftir að hann sagði „fuck off“ við mig. Ég hefði getað látið eins og hann í þessu viðtali en ég kaus að halda fagmennsku. Ég er ung íþróttakona og þarf, ekki síst sem útlendingur hér, að haga mér með réttum hætti. Og ég myndi aldrei sýna vanvirðingu, ókurteisi eða haga mér með óíþróttamannslegum hætti. Ég myndi ekki gera það heima í Bandaríkjunum og hvað þá hér, í þessu fallega landi þar sem mér hefur verið svo vel tekið, en þar sem enginn þekkir mig,“ segir Morris. „Hvernig réttlætir það þessa hegðun?“ En þó að viðbrögð Friðriks Inga hafi verið röng og til skammar, verður ekki að viðurkennast að Morris egndi honum og Keflvíkingum með látbragði sínu eftir leik? „Ég var ekki einu sinni að horfa í áttina að honum. Ég horfði í áttina að bekknum. Ég fagnaði í áttina þangað en hvað er að því? Og hvernig réttlætir það þessa hegðun? Að vanvirða mig og nota blótsyrði aðeins gagnvart mér. Það er mjög óíþróttamannslegt og við verðum að vernda konur í íþróttum betur,“ segir Morris. Henni þyki þó enn alvarlegra hvernig Friðrik Ingi hafi látið þegar leiknum var löngu lokið í Smáranum: „Eftir leikinn, þegar bæði lið voru búin að fara inn til búningsklefa og ég var bara komin í venjulegu fötin mín, og á leiðinni út, gekk ég framhjá honum þar sem hann var með öðrum manni á ganginum. Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ segir Morris og er greinilega mikið niðri fyrir. Taka ber fram að Friðrik Ingi hafnar þessari atvikalýsingu og kveðst ekki hafa verið að elta Morris, heldur hafi hann ætlað að ræða við þjálfara Grindavíkur sem var inni í salnum. Viðtal við Friðrik birtist á Vísi síðar í dag. Alexis Morris skoraði 33 stig gegn Keflvíkingum og meðal annars sigurkörfuna.vísir/Diego „Núna ertu að áreita mig“ Morris segir hins vegar að sér hafi fundist hún óörugg: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig.“ Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn. Við verðum að vernda konur í íþróttum. Ég gerði ekkert sem kallaði á svona hegðun. Ef einhverjum finnst ég hafa átt skilið að hann kallaði „fuck off“ til mín í lok leiks þá er það bara þannig. Allt í lagi. En að elta mig svona og áreita eftir leik eru alls engir mannasiðir. Sættu þig bara við tapið,“ segir Morris. „Vil bara ekki að menn fái að haga sér svona“ Morris er með tæplega 200.000 fylgjendur á Instagram, var fyrsta konan til að fá samning hjá íþróttavöruframleiðandanum AND1 og hefur tilheyrt Harlem Globetrotters. Hún segist hafa lent í ýmsu á ferlinum en aldrei neinu eins og þessu. Fagnaðarlæti hennar hefðu aldrei átt að kalla á þau viðbrögð sem Friðrik Ingi sýndi: „Ég er ekki hérna til að vera einhver óþokki, þó ég geti alveg verið það ef þess þarf. Ég kom til að færa hingað ást, frið og sigra fyrir Grindavík. Ég hef spilað fyrir framan 20 þúsund áhorfendur og 12 milljónir sjónvarpsáhorfenda, en aldrei á ævinni hefur þjálfari mótherja blótað mér svona eða ég verið áreitt svona eftir leik. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt og ég var mjög óörugg þegar hann elti mig svona.“ Alexis Morris hefur meðal annars verið með Harlem Globetrotters og orðið bandarískur háskólameistari með LSU.vísir/Diego „Ég veit ekki hverjar afleiðingarnar ættu að vera en ég vil bara ekki að menn fái að haga sér svona. Mér fannst ég ekki örugg. Ég er ekki að segja að hann hefði gert nokkuð en hvað ef enginn annar hefði verið þarna? Ég er ekki að segja að hann sé slæm manneskja en þarna lét hann eins og hann væri tapsár, og maður veit aldrei hvað tapsár maður gæti gert. Það voru allir að segja mér að við værum á Íslandi og að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa – ég væri alveg örugg. Og ég trúi því. En maður veit aldrei hvaða áhrif svona hefur á fólk. Hann sagði að ég þekkti hann ekki neitt og það er alveg rétt. Þess vegna vissi ég líka ekkert við hverju ég mætti búast af honum,“ segir Morris. Búin að lofa sér að tapa aldrei fyrir Friðriki Morris, sem er frá Texas í Bandaríkjunum, ætlar þó ekki að láta þetta kvöld í Smáranum breyta markmiðum sínum um að fagna titlum með Grindavík, og hefur notið þess að búa á Íslandi. „Maður er alveg búinn að kynnast því að Ísland er lítið land en mér hefur líkað mjög vel hérna, fram að þessu atviki, og ég ætla áfram að vera jákvæð og missa ekki trú á því sem dró mig hingað. Ég ætla að vinna og landa meistaratitli fyrir Grindavík. Mér finnst fólkið hérna flott og uppáhaldið mitt er að elda mat hérna. Mér finnst maturinn hérna hreinni, vatnið hreinna og loftið hreinna en heima í Bandaríkjunum,“ segir hún. Morris skoraði 33 stig í leiknum við Keflavík, meðal annars sigurkörfuna, og hefur komið eins og stormsveipur inn í Bónus-deildina. Grindavík mun mæta Keflavík oftar í vetur, næst 14. janúar, og Morris er núna með þann leik sérmerktan á dagatalinu. „Ég hlakka til. Ég verð orðin betri leikmaður og komin í betra form. Eftir þetta atvik þá lofa ég sjálfri mér að ég mun aldrei tapa fyrir þessum manni. Við munum aldrei tapa gegn honum. Ef hann hagar sér svona yfir léttum fagnaðarlátum og vera svona tapsár, þá vil ég auðvitað sjá hann aftur missa sig. Allt íþróttafólk fagnar, jafnvel bara eftir vítaskot eða eitthvað slíkt. Þannig verðlaunar maður sjálfan sig.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Morris var aðalstjarna Grindavíkur í dramatíska sigrinum gegn Keflavík, 68-67, í Smáranum á þriðjudag. Í leikslok fagnaði hún sigrinum eins og vaninn er, en dansaði einnig létt og veifaði hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur. Við því brást Friðrik Ingi með því að kalla að henni „fuck off!“ Þó að Morris hafi ekki svarað því, né gert neina athugasemd við þetta í viðtali eftir leik, þá segir Morris að Friðrik hafi haldið áfram að áreita sig eftir leik, þegar hún var komin úr körfuboltabúningnum og í borgaraleg klæði. Myndi aldrei sýna svona vanvirðingu og ókurteisi „Ég vil að það sé alveg skýrt að ég var aldrei nokkurn tímann að hæðast að eða ögra neinum í Keflavík. Ég fagnaði í lokin, eins og allir íþróttamenn hefðu gert. Þetta var léttur fögnuður og ætlunin var ekki að ögra eða kalla fram nein viðbrögð,“ segir hin bandaríska Morris sem settist niður með blaðamanni til að segja sína hlið af málinu. Friðrik Ingi Rúnarsson ræðir við leikmenn sína í leiknum í Smáranum á þriðjudag.vísir/Diego „Mér finnst hins vegar mjög ófagmannlegt af honum að nota blótsyrði í minn garð, þegar ég hafði aldrei gert neitt slíkt gagnvart honum eða leikmönnum hans. Í viðtalinu eftir leik talaði ég líka bara vel um Keflavíkurliðið og hve góð og mikil barátta var í leiknum. Og þetta viðtal var eftir að hann sagði „fuck off“ við mig. Ég hefði getað látið eins og hann í þessu viðtali en ég kaus að halda fagmennsku. Ég er ung íþróttakona og þarf, ekki síst sem útlendingur hér, að haga mér með réttum hætti. Og ég myndi aldrei sýna vanvirðingu, ókurteisi eða haga mér með óíþróttamannslegum hætti. Ég myndi ekki gera það heima í Bandaríkjunum og hvað þá hér, í þessu fallega landi þar sem mér hefur verið svo vel tekið, en þar sem enginn þekkir mig,“ segir Morris. „Hvernig réttlætir það þessa hegðun?“ En þó að viðbrögð Friðriks Inga hafi verið röng og til skammar, verður ekki að viðurkennast að Morris egndi honum og Keflvíkingum með látbragði sínu eftir leik? „Ég var ekki einu sinni að horfa í áttina að honum. Ég horfði í áttina að bekknum. Ég fagnaði í áttina þangað en hvað er að því? Og hvernig réttlætir það þessa hegðun? Að vanvirða mig og nota blótsyrði aðeins gagnvart mér. Það er mjög óíþróttamannslegt og við verðum að vernda konur í íþróttum betur,“ segir Morris. Henni þyki þó enn alvarlegra hvernig Friðrik Ingi hafi látið þegar leiknum var löngu lokið í Smáranum: „Eftir leikinn, þegar bæði lið voru búin að fara inn til búningsklefa og ég var bara komin í venjulegu fötin mín, og á leiðinni út, gekk ég framhjá honum þar sem hann var með öðrum manni á ganginum. Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ segir Morris og er greinilega mikið niðri fyrir. Taka ber fram að Friðrik Ingi hafnar þessari atvikalýsingu og kveðst ekki hafa verið að elta Morris, heldur hafi hann ætlað að ræða við þjálfara Grindavíkur sem var inni í salnum. Viðtal við Friðrik birtist á Vísi síðar í dag. Alexis Morris skoraði 33 stig gegn Keflvíkingum og meðal annars sigurkörfuna.vísir/Diego „Núna ertu að áreita mig“ Morris segir hins vegar að sér hafi fundist hún óörugg: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig.“ Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn. Við verðum að vernda konur í íþróttum. Ég gerði ekkert sem kallaði á svona hegðun. Ef einhverjum finnst ég hafa átt skilið að hann kallaði „fuck off“ til mín í lok leiks þá er það bara þannig. Allt í lagi. En að elta mig svona og áreita eftir leik eru alls engir mannasiðir. Sættu þig bara við tapið,“ segir Morris. „Vil bara ekki að menn fái að haga sér svona“ Morris er með tæplega 200.000 fylgjendur á Instagram, var fyrsta konan til að fá samning hjá íþróttavöruframleiðandanum AND1 og hefur tilheyrt Harlem Globetrotters. Hún segist hafa lent í ýmsu á ferlinum en aldrei neinu eins og þessu. Fagnaðarlæti hennar hefðu aldrei átt að kalla á þau viðbrögð sem Friðrik Ingi sýndi: „Ég er ekki hérna til að vera einhver óþokki, þó ég geti alveg verið það ef þess þarf. Ég kom til að færa hingað ást, frið og sigra fyrir Grindavík. Ég hef spilað fyrir framan 20 þúsund áhorfendur og 12 milljónir sjónvarpsáhorfenda, en aldrei á ævinni hefur þjálfari mótherja blótað mér svona eða ég verið áreitt svona eftir leik. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt og ég var mjög óörugg þegar hann elti mig svona.“ Alexis Morris hefur meðal annars verið með Harlem Globetrotters og orðið bandarískur háskólameistari með LSU.vísir/Diego „Ég veit ekki hverjar afleiðingarnar ættu að vera en ég vil bara ekki að menn fái að haga sér svona. Mér fannst ég ekki örugg. Ég er ekki að segja að hann hefði gert nokkuð en hvað ef enginn annar hefði verið þarna? Ég er ekki að segja að hann sé slæm manneskja en þarna lét hann eins og hann væri tapsár, og maður veit aldrei hvað tapsár maður gæti gert. Það voru allir að segja mér að við værum á Íslandi og að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa – ég væri alveg örugg. Og ég trúi því. En maður veit aldrei hvaða áhrif svona hefur á fólk. Hann sagði að ég þekkti hann ekki neitt og það er alveg rétt. Þess vegna vissi ég líka ekkert við hverju ég mætti búast af honum,“ segir Morris. Búin að lofa sér að tapa aldrei fyrir Friðriki Morris, sem er frá Texas í Bandaríkjunum, ætlar þó ekki að láta þetta kvöld í Smáranum breyta markmiðum sínum um að fagna titlum með Grindavík, og hefur notið þess að búa á Íslandi. „Maður er alveg búinn að kynnast því að Ísland er lítið land en mér hefur líkað mjög vel hérna, fram að þessu atviki, og ég ætla áfram að vera jákvæð og missa ekki trú á því sem dró mig hingað. Ég ætla að vinna og landa meistaratitli fyrir Grindavík. Mér finnst fólkið hérna flott og uppáhaldið mitt er að elda mat hérna. Mér finnst maturinn hérna hreinni, vatnið hreinna og loftið hreinna en heima í Bandaríkjunum,“ segir hún. Morris skoraði 33 stig í leiknum við Keflavík, meðal annars sigurkörfuna, og hefur komið eins og stormsveipur inn í Bónus-deildina. Grindavík mun mæta Keflavík oftar í vetur, næst 14. janúar, og Morris er núna með þann leik sérmerktan á dagatalinu. „Ég hlakka til. Ég verð orðin betri leikmaður og komin í betra form. Eftir þetta atvik þá lofa ég sjálfri mér að ég mun aldrei tapa fyrir þessum manni. Við munum aldrei tapa gegn honum. Ef hann hagar sér svona yfir léttum fagnaðarlátum og vera svona tapsár, þá vil ég auðvitað sjá hann aftur missa sig. Allt íþróttafólk fagnar, jafnvel bara eftir vítaskot eða eitthvað slíkt. Þannig verðlaunar maður sjálfan sig.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira