Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 12:36 Ólafur Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur. Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur.
Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira