Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. nóvember 2024 08:02 Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Reykjavík Flokkur fólksins Tjaldsvæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun