„Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 10:58 Húsið í Fossvogi þar sem eldurinn kviknaði. Rúður brotnuðu og setja þurfti viðarplötu fyrir glugga við útidyrahurðina. Vísir Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar eldur kviknaði í raðhúsi í Fossvogi í nótt. Tveir íbúar í húsinu komust út af sjálfsdáðum en hundur heimilisins komst ekki lífs af. Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Útkallið barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt. Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, gerir ráð fyrir því að íbúar hafi verið sofandi þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk vel en tjónið sé mikið. Reykkafarar gengu fram á hund heimilisins sem var ekki með lífsmarki. Endurlífgunartilraunir voru gerðar en báru ekki árangur. „Þetta var töluvert mikið og mikill reykur þegar við komum þarna að,“ segir Pálmi. Fólkið hafi verið í áfalli. „Eðlilega. Alltaf þegar svona tjón kemur upp er eðlilega mikið áfall.“ Slökkviliðsmenn voru á vettvangi til klukkan fimm í morgun. „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt,“ segir Pálmi og fær í sömu andrá meldingu um brunaboð. „Þetta er bara búið að vera svona,“ bætir hann við. Verkefni á sjúkrabílum hafi einnig verið óvenjumörg, sextíu talsins. Hefði getað farið mun verr Lögregla hefur nú tekið við vettvangi en hefur þó ekki enn farið inn í húsið. Eldsupptök eru ókunn. „Það verður bara metið hvort það verður í dag eða á morgun sem vettvangsrannsókn hefst formlega,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varð altjón? „Já, tjónið á íbúðinni er mjög mikið,“ segir Ásmundur. „Það hefði svo sannarlega getað farið mun verr. Þarna er um íbúð í raðhús að ræða og eldurinn hefði getað breiðst út í nærliggjandi íbúðir en það tók slökkviliðið stuttan tíma að ráða niðurlögum eldsins.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3. nóvember 2024 07:23