Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 12:15 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í síðasta leik gegn Grindavík Vísir/Jón Gautur Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira