Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar 6. nóvember 2024 08:03 Orðin sem við veljum til að lýsa upplifunum og tilfinningum eru ekki bara verkfæri til samskipta; þau móta einnig hvernig við skynjum og túlkum heiminn í kringum okkur. Orð geta verið uppörvandi og styrkjandi; þau geta veitt okkur innblástur og hvatningu. Á hinn bóginn geta neikvæð orð haft djúpstæð og jafnvel skaðleg áhrif, allt frá því að veikja sjálfsmyndina til þess að hafa bein áhrif á heilastarfsemina. Neikvæð orð geta sem dæmi örvað framleiðslu stresshormóna eins og kortisóls. Þess vegna er afar mikilvægt að við séum meðvituð um orðaval okkar, ekki bara í samskiptum við aðra heldur líka við okkur sjálf. Hér fyrir neðan eru nokkrir lykilþættir er varða orðaval. Vertu meðvitaður um hvernig þú lýsir neikvæðum tilfinningum Orðin sem við notum til að lýsa neikvæðum tilfinningum hafa mikil áhrif á það hvernig við upplifum þær og vinnum úr þeim. Að segja „Ég er gjörsamlega uppgefinn“ hefur sem dæmi neikvæðari undirtón en að segja „Ég er dálítið þreyttur, ég þarf smá hvíld“. Neikvæð orð hafa tilhneigingu til að magnast í huganum og geta haft neikvæð áhrif á sjálfsmyndina. Því er mikilvægt að vanda orðavalið. Notaðu „ekki enn þá“ Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erum að vinna að markmiðum okkar er mikilvægt að viðhalda bjartsýni. Ein einföld en áhrifarik aðferð er að breyta orðavalinu. Í stað þess að segja „Ég get ekki lært þetta“ mætti segja „Ég hef ekki lært þetta enn þá“. Þessi breyting í orðanotkun gefur til kynna að þú sért að reyna og ætlar að halda áfram að bæta færni þína. Með þessu orðalagi verður áskorunin að tækifæri til vaxtar, frekar en óyfirstíganleg hindrun. Aðskildu persónuna frá gjörðum þínum Þegar við notum orð eins og „heimsk“ eða „löt“ til að lýsa okkur sjálfum, getur það haft neikvæð áhrif á sjálfsmyndina. Mikilvægt er að forðast að líta á mistök sem persónulegan galla. Í stað þess að segja „Ég er vonlaus forritari“, gætir þú sagt „Mér tókst ekki að leysa þetta forritunarverkefni“. Með þessari orðabreytingu gerir þú greinarmun á gjörðum þínum og sjálfsmynd þinni, sem hjálpar þér að viðhalda jákvæðara sjálfsmati. Skiptu út skyldu fyrir tækifæri Orðaval okkar getur haft áhrif á hvernig við upplifum skyldur og tækifæri. Sem dæmi er munur á því að þurfa að mæta í ræktina og að ætla að mæta í ræktina. Orðið „þurfa“ getur ýtt undir tilfinningu um þvingum eða kvöð, en þegar við segjum að við „ætlum“ eða „fáum“ að gera eitthvað, er áherslan á val og tækifæri. Þetta breytta orðaval getur hjálpað okkur við að sjá verkefni í jákvæðara ljósi og gera þau meira spennandi. Hættu að bera þig saman við aðra Samanburður við aðra getur leitt til óþarfa neikvæðni og óánægju með sjálfan sig. Til að viðhalda vellíðan og efla sjálfstraust er mikilvægt að forðast óhollan samanburð. Í stað þess að hugsa, „Hún er betri en ég“ er gagnlegt að spyrja sjálfan sig: „Hvernig get ég orðið besta útgáfan af mér?“ Með þessu móti leggur þú áherslu á eigin þróun og vöxt í stað þess að eyða orku í óraunhæfan samanburð við aðra. Endurskilgreindu veikleika þína Við höfum öll veikleika, en með því að sjá þá sem tækifæri til vaxtar getum við umbreytt þeim í styrkleika. Ef við lítum sem dæmi á „þrjósku“ sem „ákveðni“ sjáum við einstakling með vilja og getu til að standa fast á sinni sannfæringu. Að vera „tilfinningaríkur“ er stundum verið álitinn veikleiki, en hægt er að endurskilgreina það sem „tilfinningalegt næmi“ eða „að standa ekki á sama“. Þetta eru dýrmætir eiginleikar í störfum og aðstæðum sem krefjast góðra samskipta og innsæis. Með því að endurskilgreina veikleika okkar getum við nýtt þá sem verkfæri til að styrkja okkur. Viðurkenndu áskoranir án þess að gefast upp Að segja „Þetta er of erfitt“ getur skapað þá tilfinningu að við séum ófær um að leysa verkefnið. Með því að breytum orðavalínu í „Þetta gæti tekið smá tíma“, opnum við fyrir þrautseigju og möguleika. Slík orðanotkun viðurkennir að þótt verkefnið sé krefjandi, þá sé það yfirstíganlegt með tíma og þolinmæði. Forðastu orðalagið "Ég er bara…" Orðalagið “Ég er bara...“ gefur í skyn að við metum framlag okkar og hæfileika minna en ástæða er til. Í stað þess að kalla sig „bara heimavinnandi húsmóður“ gæti verið áhrifaríkara að segja „framkvæmdastjóri heimilisins“. Þetta orðalag dregur fram mikilvægi hlutverksins og sýnir hvernig valin orð geta speglað sjálfsvirðingu og virðingu fyrir þeim verkefnum sem þú sinnir. Breytum hugsun og hegðun með orðavali Breytingar á orðavali geta haft veruleg áhrif á hugarfarið og eru einföld en öflug leið til að hvetja til jákvæðari hugsunar og hegðunar. Með því að velja orð sem stuðla að vexti og jákvæðni, getum við breytt því hvernig við hugsum um áskoranir og tækifæri, og jafnframt haft jákvæð áhrif á hegðun okkar í daglegu lífi. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Orðin sem við veljum til að lýsa upplifunum og tilfinningum eru ekki bara verkfæri til samskipta; þau móta einnig hvernig við skynjum og túlkum heiminn í kringum okkur. Orð geta verið uppörvandi og styrkjandi; þau geta veitt okkur innblástur og hvatningu. Á hinn bóginn geta neikvæð orð haft djúpstæð og jafnvel skaðleg áhrif, allt frá því að veikja sjálfsmyndina til þess að hafa bein áhrif á heilastarfsemina. Neikvæð orð geta sem dæmi örvað framleiðslu stresshormóna eins og kortisóls. Þess vegna er afar mikilvægt að við séum meðvituð um orðaval okkar, ekki bara í samskiptum við aðra heldur líka við okkur sjálf. Hér fyrir neðan eru nokkrir lykilþættir er varða orðaval. Vertu meðvitaður um hvernig þú lýsir neikvæðum tilfinningum Orðin sem við notum til að lýsa neikvæðum tilfinningum hafa mikil áhrif á það hvernig við upplifum þær og vinnum úr þeim. Að segja „Ég er gjörsamlega uppgefinn“ hefur sem dæmi neikvæðari undirtón en að segja „Ég er dálítið þreyttur, ég þarf smá hvíld“. Neikvæð orð hafa tilhneigingu til að magnast í huganum og geta haft neikvæð áhrif á sjálfsmyndina. Því er mikilvægt að vanda orðavalið. Notaðu „ekki enn þá“ Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum eða erum að vinna að markmiðum okkar er mikilvægt að viðhalda bjartsýni. Ein einföld en áhrifarik aðferð er að breyta orðavalinu. Í stað þess að segja „Ég get ekki lært þetta“ mætti segja „Ég hef ekki lært þetta enn þá“. Þessi breyting í orðanotkun gefur til kynna að þú sért að reyna og ætlar að halda áfram að bæta færni þína. Með þessu orðalagi verður áskorunin að tækifæri til vaxtar, frekar en óyfirstíganleg hindrun. Aðskildu persónuna frá gjörðum þínum Þegar við notum orð eins og „heimsk“ eða „löt“ til að lýsa okkur sjálfum, getur það haft neikvæð áhrif á sjálfsmyndina. Mikilvægt er að forðast að líta á mistök sem persónulegan galla. Í stað þess að segja „Ég er vonlaus forritari“, gætir þú sagt „Mér tókst ekki að leysa þetta forritunarverkefni“. Með þessari orðabreytingu gerir þú greinarmun á gjörðum þínum og sjálfsmynd þinni, sem hjálpar þér að viðhalda jákvæðara sjálfsmati. Skiptu út skyldu fyrir tækifæri Orðaval okkar getur haft áhrif á hvernig við upplifum skyldur og tækifæri. Sem dæmi er munur á því að þurfa að mæta í ræktina og að ætla að mæta í ræktina. Orðið „þurfa“ getur ýtt undir tilfinningu um þvingum eða kvöð, en þegar við segjum að við „ætlum“ eða „fáum“ að gera eitthvað, er áherslan á val og tækifæri. Þetta breytta orðaval getur hjálpað okkur við að sjá verkefni í jákvæðara ljósi og gera þau meira spennandi. Hættu að bera þig saman við aðra Samanburður við aðra getur leitt til óþarfa neikvæðni og óánægju með sjálfan sig. Til að viðhalda vellíðan og efla sjálfstraust er mikilvægt að forðast óhollan samanburð. Í stað þess að hugsa, „Hún er betri en ég“ er gagnlegt að spyrja sjálfan sig: „Hvernig get ég orðið besta útgáfan af mér?“ Með þessu móti leggur þú áherslu á eigin þróun og vöxt í stað þess að eyða orku í óraunhæfan samanburð við aðra. Endurskilgreindu veikleika þína Við höfum öll veikleika, en með því að sjá þá sem tækifæri til vaxtar getum við umbreytt þeim í styrkleika. Ef við lítum sem dæmi á „þrjósku“ sem „ákveðni“ sjáum við einstakling með vilja og getu til að standa fast á sinni sannfæringu. Að vera „tilfinningaríkur“ er stundum verið álitinn veikleiki, en hægt er að endurskilgreina það sem „tilfinningalegt næmi“ eða „að standa ekki á sama“. Þetta eru dýrmætir eiginleikar í störfum og aðstæðum sem krefjast góðra samskipta og innsæis. Með því að endurskilgreina veikleika okkar getum við nýtt þá sem verkfæri til að styrkja okkur. Viðurkenndu áskoranir án þess að gefast upp Að segja „Þetta er of erfitt“ getur skapað þá tilfinningu að við séum ófær um að leysa verkefnið. Með því að breytum orðavalínu í „Þetta gæti tekið smá tíma“, opnum við fyrir þrautseigju og möguleika. Slík orðanotkun viðurkennir að þótt verkefnið sé krefjandi, þá sé það yfirstíganlegt með tíma og þolinmæði. Forðastu orðalagið "Ég er bara…" Orðalagið “Ég er bara...“ gefur í skyn að við metum framlag okkar og hæfileika minna en ástæða er til. Í stað þess að kalla sig „bara heimavinnandi húsmóður“ gæti verið áhrifaríkara að segja „framkvæmdastjóri heimilisins“. Þetta orðalag dregur fram mikilvægi hlutverksins og sýnir hvernig valin orð geta speglað sjálfsvirðingu og virðingu fyrir þeim verkefnum sem þú sinnir. Breytum hugsun og hegðun með orðavali Breytingar á orðavali geta haft veruleg áhrif á hugarfarið og eru einföld en öflug leið til að hvetja til jákvæðari hugsunar og hegðunar. Með því að velja orð sem stuðla að vexti og jákvæðni, getum við breytt því hvernig við hugsum um áskoranir og tækifæri, og jafnframt haft jákvæð áhrif á hegðun okkar í daglegu lífi. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar