Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:15 Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar