Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 13:30 Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Byggðamál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun