Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:31 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar er við kosningaeftirlit í Michigan í Bandaríkjunum. Michigan er eitt svokallaðra sveifluríkja. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Hátt í hundrað milljón Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag en þegar hafa rúmar áttatíu milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sinnir kosningaeftirliti í Michigan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún, samferða um 150 öðrum þingmönnum aðildarríkja ÖSE, flaug til Bandaríkjanna á föstudag og mun í dag fara á nokra kjörstaði. „Ég er í Detroit í Michigan þar sem við höfum það hlutverk að mæta á svæðið þar sem kjörfundur fer af stað og fylgjast með því hvort ferlið fari fram með opnum og lýðræðislegum hætti,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Þau muni velja sér nokkra kjörstaði til að heimsækja. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell „Til að hafa eftirlit með til dæmis afhendingu kjörgagna, því vhort fólk hafi möguleika á að greiða atkvæði. Hvort það myndist óhóflega langar raðir, hvort aðstæður fólks sem vinnur á kjörstað séu tilhlýðilegar og hvort það vakni einhverjar deilur um ferlið í heild sinni.“ Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að fylgjast með og veita aðhald. „Það er ærin þörf, við höfum séð það í bandarískum stjórnmálaumræðum að það skapaðist mikill styr um gildi kosninganna hérna þegar þær fóru fram 2020,“ segir Dagbjört. Allt bendi til að deilur muni verða um niðurstöður þessara kosninga, enda eru bæði framboðin farin að undirbúa kærur vegna ýmissa atriða sem upp geta komið. „Trump elur mjög mikið á hræðslu, hann vill að fólk fari hrætt á kjörstað á meðan Kamala Harris hefur reynt að höfða til jákvæðari tóna. Svo er bara spurning hvað virkar betur.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00 Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. 4. nóvember 2024 20:00
Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. 5. nóvember 2024 11:07
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. 5. nóvember 2024 06:51