60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar 5. nóvember 2024 18:01 Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Prósents sem gerð var fyrir Samtök gegn stríði í byrjun september kom í ljós að 60% landsmanna styðja ekki vopnakaup ráðamanna. Þetta gengur þvert á flokka, en ívið fleiri konur eru andvígar eða 72%, á móti 51% karla. Hlutlausir voru 18% og aðeins 22% hlynntir kaupunum. Nú er ég búin að vera að vekja athygli á fyrirhuguðum vopnakaupum ráðamanna í tvo mánuði með greinum og viðtölum. Vopnakaupin stangast bæði á við Stjórnarskrána, Varnarmálalög og landráðakafla Hegningarlaganna, sem og áratuga stefnu Íslendinga að vera friðsöm og herlaus þjóð sem styður aldrei stríð. Auk þess hafa ráðamenn steypt okkur í 10 milljarða skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna þessa og fyrirhuguð er frekari skuld upp á 24 milljarða næstu árin. Þetta þurfa komandi kynslóðir að borga. Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur tekið málefnið upp og einarða afstöðu gegn vopnakaupunum. Í stefnuskrá flokksins segir að við séum friðsamt land sem eigum að beita okkur frekar að friðarsamningum heldur en að kaupa vopn. Í könnuninni kemur fram að 74% kjósenda Flokks fólksins eru andvígir kaupunum, 68% kjósenda Miðflokksins, 66% kjósenda Sósíalistaflokksins, 61% kjósenda Framsóknarflokksins, sem og Vinstri grænna, 59% kjósenda Viðreisnar, 58% kjósenda Pírata og 57% kjósenda Samfylkingar. Af hverju hafa þessir flokkar samþykkt vopnakaupin? Eru þeir ekki á þingi í umboði kjósenda? Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru harðsvírastir með eingöngu 44% á móti, enda eru aðaltalsmenn vopnakaupanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Bjarni Benediktsson í þeim flokki. Hins vegar eru 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins óákveðnir og er það hæsta hlutfallið með Pírötum 29%. Einungis 32% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir vopnakaupunum. Með þessum gjörðum sínum eru ráðamenn orðnir landráðamenn með því að gera Ísland að óvini kjarnorkuþjóðar og þar með að skotmarki. Við áttum ljómandi gott og gjöfult viðskiptasamband við Rússland í næstum hálfa öld sem Þórdís Kolbrún eyðilagði með einu pennastriki þegar hún rak sendiherrann úr landi. Það mætti halda að þessum ofangreindu ráðamönnum sé illa við landsmenn, ekki aðeins með því að eyðileggja fyrir blómlegum útflutningsfyrirtækjum, heldur vilji beinlínis kalla yfir okkur kjarnorkusprengju. Þessir tveir ráðherrar eru væntanlega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð með varasjóðum í útlöndum þegar Ísland verður óbyggilegt vegna geislunar. Þetta er stórhættuleg þróun sem við í Lýðræðisflokkinum viljum snúa við. Við erum lítil og afskekkt þjóð, lengst norður í ballarhafi, ósjálfbær í matarframleiðslu og það er okkur lífsnauðsynlegt að halda góðu sambandi við allar þjóðir heimsins – líka Rússland. Ég vona heitt og innilega að kjósendur átti sig á þessari hættulegu þróun og kjósi að Ísland muni eiga framtíð. Að hér muni ekki ríkja kjarnorkuvetur í áratugi. Að þeir kjósi Lýðræðisflokkinn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hún er ábyrgðarmaður Samtaka gegn stríði sem eru nýstofnuð samtök en Haraldur Ólafsson er meðstjórnandi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun