Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 6. nóvember 2024 10:15 Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun