Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir repúblikana hafa unnið stórsigur. vísir/samsett Donald Trump verður á næstu árum áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt. Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira