Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 6. nóvember 2024 15:15 Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun