Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 11:57 Kristrún varar við hugmyndum Ingu um lífeyrissjóðakerfið. Vísir/Anton Brink Hugmyndir Ingu Sæland um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa farið öfugt ofan í ýmsa. Varaþingmaður segir Ingu lýsa því hvernig hún muni „varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir“ og formaður Samfylkingar telur áformin feigðarflan. Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira