Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar 8. nóvember 2024 07:45 Varla líður sú vika án þess að fólk sem hefur þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala stígi fram og lýsi erfiðri reynslu sinni af þeirri meðferð sem það fékk þar. Þessar frásagnir eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum því flestir þekkja til svipaðra tilvika eða hafa jafnvel lent sjálfir í því sama. Heilbrigðisstarfsfólkið gerir sitt besta Engum ætti að detta til hugar að vandann megi rekja til heilbrigðisstarfsfólksins. Það reynir eftir fremsta megni að halda öllum boltum á lofti en þegar álagið er of mikið falla boltar í gólfið sem er grafalvarlegt því í heilbrigðiskerfinu er alltaf um mannslíf að ræða. Auðvelt er að ímynda sér hvaða áhrif þetta ástand hefur á líðan heilbrigðisstarfsfólksins sjálfs og hvata þeirra til að endast í starfi. Slæm stjórnsýsla tryggir hnignun heilbrigðisþjónustunnar Þessi alvarlegi vandi er langt því frá nýr af nálinni og einu breytingarnar sem hafa átt sér stað eru áframhaldandi hnignun heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Staðan hefur aldrei verið verri. Hún er svo slæm að læknar viðurkenna það í samtölum að það sé ekki gott að vera veikur á Íslandi. Landsmenn finna á sínu eigin skinni að hnignun heilbrigðiskerfisins hefur líka verið ógnarhröð á því kjörtímabili sem fer er að enda, sem betur fer. Því er tilgangslaust að reyna að telja almenningi trú um að staðan í heilbrigðisþjónustu landsins sé önnur en hún er. Grafalvarlegar afleiðingar hnignunar innviða heilbrigðisþjónustunnar Hnignun innviða heilbrigðisþjónustunnar er enn alvarlegri en hnignun annara innviða. Ástæðurnar eru margþættar. Sú alvarlegasta er sú afleidda þjónustuskerðing sem kemur niður á heilsu og lífslíkum íbúa landsins. Það sem eykur enn á þann alvarlega vanda er sú staðreynd að uppbygging innviða er ekki einungis tímafrek, heldur einnig mun kostnaðarsamari en að viðhalda þeim. Þar ber hæst sá kostnaður sem felst í að fá eftirsótt fagfólk aftur til starfa, ef það er þá á annað borð mögulegt. Flestir sjá að hagstæðast er að koma í veg fyrir að missa okkar öfluga fagfólk. Til samanburðar getum við tekið dæmi um húseiganda sem tekst á við leka á þaki. Hagkvæmast er auðvitað að koma í veg fyrir að þakið byrji að leka með reglubundnu og ábyrgu viðhaldi. Takist það ekki er nauðsynlegt að stöðva lekann sem allra fyrst til að lágmarka tjónið. Báðar þessar leiðir kosta auðvitað fjárútlát til skamms tíma litið. Í nafni „aðhalds í ríkisfjármálum“ hafa slík fjárútlát verið spöruð og þess í stað verið brugðist við með því setja fötu á gólfið. Það að stöðva ekki lekann getur leitt til þess að mygla safnast fyrir í húsnæðinu sem kemur niður á heilsu fólks, ásamt því að valda rofi á þeirri starfsemi sem í húsnæðinu er. Reyndar er orðið „rakaskemmdir“ notað fremur en „mygla“ en það gefur til kynna að um eðlilegt ástand sé að ræða. Svo er þó ekki þar sem um afleiðingar vanrækslu er að ræða. Flestir sjá að með því að leyfa þakinu að leka verður tjónið fyrir vikið mun meira en ef vandinn hefði verið fyrirbyggður eða ef ráðist hefði verið á rót hans um leið og hann uppgötvaðist. Þá spyr maður sig hvort það gæti e.t.v. verið freistandi fyrir stjórnvöld sem gæta „aðhalds í ríkisfjármálum“ að spara viðhaldskostnað og ýta frekar vandanum yfir á næsta kjörtímabil? Um lekann í heilbrigðisþjónustunni hafa verið ritaðar fjölmargar skýrslur sem jafnóðum hafa verið settar ofan í skúffu í heilbrigðisráðuneytinu. Í sömu skúffu má svo finna teikningar af hjúkrunarheimilum og öðrum skynsamlegum lausnum sem tilbúnar eru til að vinda ofan af sóuninni, lekanum í heilbrigðiskerfinu, sem ráðuneytið hefur vanrækt að stöðva. Afleiðingin er sú að innviðirnir hafa fúnað. Fjársvelt heilsugæsla kostar mannslíf Hnignun heilbrigðisþjónustunnar er síður en svo bundin við bráðamóttöku Landspítalans. Færa má rök fyrir því að mikilvægasti hlekkur heilbrigðisþjónustunnar í landinu sé heilsugæslan. Meginhlutverk hennar er að vinna að forvörnum og koma þannig í veg fyrir að fólk veikist. Betri og hagkvæmari heilbrigðisþjónusta er því vandfundin. Þrátt fyrir þær staðreyndir hefur heilsugæslan í raun aldrei náð að sinna þessu hlutverki þar sem að biðstofurnar hafa verið fullar af fólki sem þegar hefur veikst. Nú er staðan orðin það slæm að færri komast á biðstofurnar en þurfa. Í þessu felst gríðarleg sóun, ekki einvörðungu á fjármunum og dýrmætum tíma fagfólks, heldur einnig lífsgæðum og mannslífum. Þjónustan batnaði til skamms tíma með auknu fjármagni og einkarekstri Í þeim tilvikum sem að forvarnir hafa ekki virkað, eða hefur ekki verið sinnt, gegnir heilsugæslan því mikilvæga hlutverki að greina sjúkdóma eins fljótt og hægt er og lágmarka þannig skaðsemi þeirra. Deila má um hversu vel heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafi náð að sinna þessu hlutverki en árið 2017 urðu kaflaskil þegar að heilsugæslustöðvum var fjölgað með aukinni fjármögnun einkarekinna stöðva. Við það batnaði þjónustan og fleiri gátu fengið sig skráða hjá heimilislækni. Fljótlega eftir það fór að snúa á ógæfuhliðina í nafni „aðhalds í ríkisfjármálum“ og skráning hjá heimilislækni varð sífellt erfiðari. Á þessu kjörtímabili tók hins vegar steininn úr því aðgengið hefur versnað það mikið að þeir sem voru þó það lánsamir að vera skráðir hjá heimilislækni hættu að geta fengið tíma. Skráning hjá heimilislækni skiptir vart máli lengur Kaldhæðnin með þessari vanrækslu heilbrigðisráðuneytisins er að skráningarleysi hjá heimilislækni skiptir varla máli lengur. Nú hafa þau erindi sem áður voru leyst á heilsugæslunni í fá önnur hús að vernda en að fara á bráðamóttöku Landspítalans eða á Læknavaktina. Álagið á Læknavaktinni hefur fyrir vikið sjaldan verið meira og eðli máls samkvæmt er henni einungis ætlað að sinna einföldum erindum en ekki veita heildstæða heilsugæsluþjónustu. Ef allt væri eðlilegt myndi bráðamóttaka Landspítala aðeins sinna þeim verkefnum sem henni er ætlað, þ.e. bráðum erindum en ekki öllum þeim sem eiga hreinlega ekki í nein önnur hús að vernda. Sá vandi er ekki nýtilkominn en á síðustu þremur árum hefur hann hríðversnað, á því kjörtímabili sem lýkur senn, til allrar mildi. Viðbrögð ráðvilltra stjórnvalda við vanda Landspítalans Ef við lítum nokkur ár aftur í tímann, þá var afar öflugt læknaráð starfandi á Landspítalanum. Þá var einnig starfandi þar forstjóri sem veigraði sér ekki við að sinna þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um hina raunverulegu stöðu sem var uppi á spítalanum hverju sinni. Nú er öldin önnur og með lagasetningu var læknaráðið lagt niður og þar með kæfð sú öfluga gagnrýni sem það hafði viðhaft um málefni spítalans. Í stað læknaráðs og jafnframt hjúkrunarráðs var svokallað fagráð lögfest, sem forstjóri skipar í fulltrúa ýmissa fagstétta. Samhliða þeim breytingum var gerð sú nýbreytni að forstjóri verður að bera allar fyrirhugaðar verulegar breytingar undir fagráðið og þá gildir einu hvort um breytingar á þjónustu eða rekstri er um að ræða. Ekki þarf mikla þekkingu á rekstri til að sjá hversu hamlandi þessar breytingar hafa á stjórnun spítalans og nýtingu þeirra tækifæra sem kunna að skapast til að hagræða í rekstri hans. Vandi Landspítala „leystur“ í stjórnarsáttmálanum Til að bíta höfuðið af skömminni setti fráfarandi ríkisstjórn í sjálfan stjórnarsáttmálann að setja skyldi stjórn yfir Landspítala. Í greinargerð með frumvarpi þeirra laga var reynslan af stjórnum yfir Landspítalanum reifuð, sem í reynd færði frekar rök gegn því að skipa ætti stjórn yfir spítalann. Með skipan stjórnarinnar, ber forstjóranum ekki aðeins að bera sínar mikilvægu ákvarðanir undir fagráðið, heldur einnig undir stjórnina og fá samþykki fyrir þeim þar. Þrátt fyrir þær breytingar var bundið í lög að forstjórinn bæri eftir sem áður ábyrgð á fjárhagi spítalans gagnvart ráðherra. Þannig að með þessum gjörningi var komin fram enn ein bitlingastjórnin hjá ríkinu sem setur enn frekari hömlur á stjórnun spítalans þar sem að þeim aðilum fjölgar sem geta bent hver á annan. Þessar breytingar ráðvilltra stjórnvalda og kerfisins sýna svo ekki verður um villst að þekkingu, vilja og hugrekki skortir til að taka á hinum raunverulega undirliggjandi vanda. Þess í stað er báknið blásið enn frekar út. Svo er ýmsum öðrum nýjum ódýrum smáverkefnum ýtt úr vör til að láta líta út fyrir að eitthvað sé til bóta í heilbrigðiskerfinu. Glæsileg bráðamóttaka vannýtt Til að bæta gráu ofan á svart, þá var ein glæsilegasta bráðamóttaka á landinu nýlega tekin í notkun í Reykjanesbæ með nýjum röntgen- og sneiðmyndatækjum. Hún var eitt af mínum helstu baráttumálum í forstjóratíð minni þar sem að hún gerir heilbrigðisstarfsfólkinu kleift að veita meiri og betri þjónustu en áður. Þá mun hún einnig laða að starfsfólk ásamt því að auka öryggi íbúa og ferðamanna á Suðurnesjum til muna. Það að geta sinnt þeim erindum sem berast á staðnum sparar ekki bara ríkinu fjármuni, heldur samfélaginu öllu. Ef nýja bráðamóttakan hefði ekki orðið til, þyrftu skjólstæðingarnir í auknum mæli að fara í röðina hjá bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þrátt fyrir að tekist hafði að koma þessari nýju bráðamóttöku á laggirnar, hefur starfsemi hennar að mestu leyti verið ófjármögnuð, sem heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi að hluta til eftir dúk og disk. Með aukinni mönnun væri hægt að nýta þessa aðstöðu enn betur með því að sinna hluta þeirra erinda sem nú hafa í engin önnur hús að venda en á bráðamóttöku Landspítalans. Vanræksla ráðuneytisins kemur hins vegar í veg fyrir slík tækifæri með tilheyrandi sóun. Niðurstaða „Aðhald í ríkisfjármálum“ eða vanræksla ríkisvaldsins á nægilegum fjárveitingum fyrir einna besta og hagkvæmasta úrræðið í heilbrigðisþjónustunni, þ.e. heilsugæsluna, hefur alvarlegar afleiðingar á aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst á bráðaþjónustuna, sem er enn dýrara úrræði. Það fjárhagslega tjón sem þessar áherslur í rekstri heilbrigðisþjónustu hefur, bliknar algerlega í samanburði við það tjón sem skortur á forvörnum og snemmbúinni meðhöndlun sjúkdóma hjá heilsugæslunni mun hafa á heilsu, lífsgæði og dánartíðni þjóðarinnar til framtíðar. Slík staða er algerlega óviðunandi hjá einni ríkustu þjóð heims sem hefur einnig á að skipa framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki, hvert sem litið er. Því er þyngra en tárum taki að ekki hafi verið tekið á þeim vanda sem einkennt hefur stjórnsýslu heilbrigðismála í landinu. Það jákvæða í stöðunni er að fram undan eru kosningar og í kjölfarið fáum við nýja ríkisstjórn. Hver sem hún kann að verða, þá mun falla í hennar skaut að taka þær starfsaðferðir sem hafa fengið að viðgangast í heilbrigðisráðuneyti Íslands til gagngerrar endurskoðunar. Að öðrum kosti munum við vera föst í sömu hjólförum og nú, þ.e. áframhaldandi sóun á skattfé og óviðunandi aðgengi, meira að segja að sjálfri grunnheilbrigðisþjónustunni. Höfundur er doktor í endurskoðun og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Varla líður sú vika án þess að fólk sem hefur þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala stígi fram og lýsi erfiðri reynslu sinni af þeirri meðferð sem það fékk þar. Þessar frásagnir eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum því flestir þekkja til svipaðra tilvika eða hafa jafnvel lent sjálfir í því sama. Heilbrigðisstarfsfólkið gerir sitt besta Engum ætti að detta til hugar að vandann megi rekja til heilbrigðisstarfsfólksins. Það reynir eftir fremsta megni að halda öllum boltum á lofti en þegar álagið er of mikið falla boltar í gólfið sem er grafalvarlegt því í heilbrigðiskerfinu er alltaf um mannslíf að ræða. Auðvelt er að ímynda sér hvaða áhrif þetta ástand hefur á líðan heilbrigðisstarfsfólksins sjálfs og hvata þeirra til að endast í starfi. Slæm stjórnsýsla tryggir hnignun heilbrigðisþjónustunnar Þessi alvarlegi vandi er langt því frá nýr af nálinni og einu breytingarnar sem hafa átt sér stað eru áframhaldandi hnignun heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Staðan hefur aldrei verið verri. Hún er svo slæm að læknar viðurkenna það í samtölum að það sé ekki gott að vera veikur á Íslandi. Landsmenn finna á sínu eigin skinni að hnignun heilbrigðiskerfisins hefur líka verið ógnarhröð á því kjörtímabili sem fer er að enda, sem betur fer. Því er tilgangslaust að reyna að telja almenningi trú um að staðan í heilbrigðisþjónustu landsins sé önnur en hún er. Grafalvarlegar afleiðingar hnignunar innviða heilbrigðisþjónustunnar Hnignun innviða heilbrigðisþjónustunnar er enn alvarlegri en hnignun annara innviða. Ástæðurnar eru margþættar. Sú alvarlegasta er sú afleidda þjónustuskerðing sem kemur niður á heilsu og lífslíkum íbúa landsins. Það sem eykur enn á þann alvarlega vanda er sú staðreynd að uppbygging innviða er ekki einungis tímafrek, heldur einnig mun kostnaðarsamari en að viðhalda þeim. Þar ber hæst sá kostnaður sem felst í að fá eftirsótt fagfólk aftur til starfa, ef það er þá á annað borð mögulegt. Flestir sjá að hagstæðast er að koma í veg fyrir að missa okkar öfluga fagfólk. Til samanburðar getum við tekið dæmi um húseiganda sem tekst á við leka á þaki. Hagkvæmast er auðvitað að koma í veg fyrir að þakið byrji að leka með reglubundnu og ábyrgu viðhaldi. Takist það ekki er nauðsynlegt að stöðva lekann sem allra fyrst til að lágmarka tjónið. Báðar þessar leiðir kosta auðvitað fjárútlát til skamms tíma litið. Í nafni „aðhalds í ríkisfjármálum“ hafa slík fjárútlát verið spöruð og þess í stað verið brugðist við með því setja fötu á gólfið. Það að stöðva ekki lekann getur leitt til þess að mygla safnast fyrir í húsnæðinu sem kemur niður á heilsu fólks, ásamt því að valda rofi á þeirri starfsemi sem í húsnæðinu er. Reyndar er orðið „rakaskemmdir“ notað fremur en „mygla“ en það gefur til kynna að um eðlilegt ástand sé að ræða. Svo er þó ekki þar sem um afleiðingar vanrækslu er að ræða. Flestir sjá að með því að leyfa þakinu að leka verður tjónið fyrir vikið mun meira en ef vandinn hefði verið fyrirbyggður eða ef ráðist hefði verið á rót hans um leið og hann uppgötvaðist. Þá spyr maður sig hvort það gæti e.t.v. verið freistandi fyrir stjórnvöld sem gæta „aðhalds í ríkisfjármálum“ að spara viðhaldskostnað og ýta frekar vandanum yfir á næsta kjörtímabil? Um lekann í heilbrigðisþjónustunni hafa verið ritaðar fjölmargar skýrslur sem jafnóðum hafa verið settar ofan í skúffu í heilbrigðisráðuneytinu. Í sömu skúffu má svo finna teikningar af hjúkrunarheimilum og öðrum skynsamlegum lausnum sem tilbúnar eru til að vinda ofan af sóuninni, lekanum í heilbrigðiskerfinu, sem ráðuneytið hefur vanrækt að stöðva. Afleiðingin er sú að innviðirnir hafa fúnað. Fjársvelt heilsugæsla kostar mannslíf Hnignun heilbrigðisþjónustunnar er síður en svo bundin við bráðamóttöku Landspítalans. Færa má rök fyrir því að mikilvægasti hlekkur heilbrigðisþjónustunnar í landinu sé heilsugæslan. Meginhlutverk hennar er að vinna að forvörnum og koma þannig í veg fyrir að fólk veikist. Betri og hagkvæmari heilbrigðisþjónusta er því vandfundin. Þrátt fyrir þær staðreyndir hefur heilsugæslan í raun aldrei náð að sinna þessu hlutverki þar sem að biðstofurnar hafa verið fullar af fólki sem þegar hefur veikst. Nú er staðan orðin það slæm að færri komast á biðstofurnar en þurfa. Í þessu felst gríðarleg sóun, ekki einvörðungu á fjármunum og dýrmætum tíma fagfólks, heldur einnig lífsgæðum og mannslífum. Þjónustan batnaði til skamms tíma með auknu fjármagni og einkarekstri Í þeim tilvikum sem að forvarnir hafa ekki virkað, eða hefur ekki verið sinnt, gegnir heilsugæslan því mikilvæga hlutverki að greina sjúkdóma eins fljótt og hægt er og lágmarka þannig skaðsemi þeirra. Deila má um hversu vel heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafi náð að sinna þessu hlutverki en árið 2017 urðu kaflaskil þegar að heilsugæslustöðvum var fjölgað með aukinni fjármögnun einkarekinna stöðva. Við það batnaði þjónustan og fleiri gátu fengið sig skráða hjá heimilislækni. Fljótlega eftir það fór að snúa á ógæfuhliðina í nafni „aðhalds í ríkisfjármálum“ og skráning hjá heimilislækni varð sífellt erfiðari. Á þessu kjörtímabili tók hins vegar steininn úr því aðgengið hefur versnað það mikið að þeir sem voru þó það lánsamir að vera skráðir hjá heimilislækni hættu að geta fengið tíma. Skráning hjá heimilislækni skiptir vart máli lengur Kaldhæðnin með þessari vanrækslu heilbrigðisráðuneytisins er að skráningarleysi hjá heimilislækni skiptir varla máli lengur. Nú hafa þau erindi sem áður voru leyst á heilsugæslunni í fá önnur hús að vernda en að fara á bráðamóttöku Landspítalans eða á Læknavaktina. Álagið á Læknavaktinni hefur fyrir vikið sjaldan verið meira og eðli máls samkvæmt er henni einungis ætlað að sinna einföldum erindum en ekki veita heildstæða heilsugæsluþjónustu. Ef allt væri eðlilegt myndi bráðamóttaka Landspítala aðeins sinna þeim verkefnum sem henni er ætlað, þ.e. bráðum erindum en ekki öllum þeim sem eiga hreinlega ekki í nein önnur hús að vernda. Sá vandi er ekki nýtilkominn en á síðustu þremur árum hefur hann hríðversnað, á því kjörtímabili sem lýkur senn, til allrar mildi. Viðbrögð ráðvilltra stjórnvalda við vanda Landspítalans Ef við lítum nokkur ár aftur í tímann, þá var afar öflugt læknaráð starfandi á Landspítalanum. Þá var einnig starfandi þar forstjóri sem veigraði sér ekki við að sinna þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um hina raunverulegu stöðu sem var uppi á spítalanum hverju sinni. Nú er öldin önnur og með lagasetningu var læknaráðið lagt niður og þar með kæfð sú öfluga gagnrýni sem það hafði viðhaft um málefni spítalans. Í stað læknaráðs og jafnframt hjúkrunarráðs var svokallað fagráð lögfest, sem forstjóri skipar í fulltrúa ýmissa fagstétta. Samhliða þeim breytingum var gerð sú nýbreytni að forstjóri verður að bera allar fyrirhugaðar verulegar breytingar undir fagráðið og þá gildir einu hvort um breytingar á þjónustu eða rekstri er um að ræða. Ekki þarf mikla þekkingu á rekstri til að sjá hversu hamlandi þessar breytingar hafa á stjórnun spítalans og nýtingu þeirra tækifæra sem kunna að skapast til að hagræða í rekstri hans. Vandi Landspítala „leystur“ í stjórnarsáttmálanum Til að bíta höfuðið af skömminni setti fráfarandi ríkisstjórn í sjálfan stjórnarsáttmálann að setja skyldi stjórn yfir Landspítala. Í greinargerð með frumvarpi þeirra laga var reynslan af stjórnum yfir Landspítalanum reifuð, sem í reynd færði frekar rök gegn því að skipa ætti stjórn yfir spítalann. Með skipan stjórnarinnar, ber forstjóranum ekki aðeins að bera sínar mikilvægu ákvarðanir undir fagráðið, heldur einnig undir stjórnina og fá samþykki fyrir þeim þar. Þrátt fyrir þær breytingar var bundið í lög að forstjórinn bæri eftir sem áður ábyrgð á fjárhagi spítalans gagnvart ráðherra. Þannig að með þessum gjörningi var komin fram enn ein bitlingastjórnin hjá ríkinu sem setur enn frekari hömlur á stjórnun spítalans þar sem að þeim aðilum fjölgar sem geta bent hver á annan. Þessar breytingar ráðvilltra stjórnvalda og kerfisins sýna svo ekki verður um villst að þekkingu, vilja og hugrekki skortir til að taka á hinum raunverulega undirliggjandi vanda. Þess í stað er báknið blásið enn frekar út. Svo er ýmsum öðrum nýjum ódýrum smáverkefnum ýtt úr vör til að láta líta út fyrir að eitthvað sé til bóta í heilbrigðiskerfinu. Glæsileg bráðamóttaka vannýtt Til að bæta gráu ofan á svart, þá var ein glæsilegasta bráðamóttaka á landinu nýlega tekin í notkun í Reykjanesbæ með nýjum röntgen- og sneiðmyndatækjum. Hún var eitt af mínum helstu baráttumálum í forstjóratíð minni þar sem að hún gerir heilbrigðisstarfsfólkinu kleift að veita meiri og betri þjónustu en áður. Þá mun hún einnig laða að starfsfólk ásamt því að auka öryggi íbúa og ferðamanna á Suðurnesjum til muna. Það að geta sinnt þeim erindum sem berast á staðnum sparar ekki bara ríkinu fjármuni, heldur samfélaginu öllu. Ef nýja bráðamóttakan hefði ekki orðið til, þyrftu skjólstæðingarnir í auknum mæli að fara í röðina hjá bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þrátt fyrir að tekist hafði að koma þessari nýju bráðamóttöku á laggirnar, hefur starfsemi hennar að mestu leyti verið ófjármögnuð, sem heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi að hluta til eftir dúk og disk. Með aukinni mönnun væri hægt að nýta þessa aðstöðu enn betur með því að sinna hluta þeirra erinda sem nú hafa í engin önnur hús að venda en á bráðamóttöku Landspítalans. Vanræksla ráðuneytisins kemur hins vegar í veg fyrir slík tækifæri með tilheyrandi sóun. Niðurstaða „Aðhald í ríkisfjármálum“ eða vanræksla ríkisvaldsins á nægilegum fjárveitingum fyrir einna besta og hagkvæmasta úrræðið í heilbrigðisþjónustunni, þ.e. heilsugæsluna, hefur alvarlegar afleiðingar á aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst á bráðaþjónustuna, sem er enn dýrara úrræði. Það fjárhagslega tjón sem þessar áherslur í rekstri heilbrigðisþjónustu hefur, bliknar algerlega í samanburði við það tjón sem skortur á forvörnum og snemmbúinni meðhöndlun sjúkdóma hjá heilsugæslunni mun hafa á heilsu, lífsgæði og dánartíðni þjóðarinnar til framtíðar. Slík staða er algerlega óviðunandi hjá einni ríkustu þjóð heims sem hefur einnig á að skipa framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki, hvert sem litið er. Því er þyngra en tárum taki að ekki hafi verið tekið á þeim vanda sem einkennt hefur stjórnsýslu heilbrigðismála í landinu. Það jákvæða í stöðunni er að fram undan eru kosningar og í kjölfarið fáum við nýja ríkisstjórn. Hver sem hún kann að verða, þá mun falla í hennar skaut að taka þær starfsaðferðir sem hafa fengið að viðgangast í heilbrigðisráðuneyti Íslands til gagngerrar endurskoðunar. Að öðrum kosti munum við vera föst í sömu hjólförum og nú, þ.e. áframhaldandi sóun á skattfé og óviðunandi aðgengi, meira að segja að sjálfri grunnheilbrigðisþjónustunni. Höfundur er doktor í endurskoðun og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar