Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. nóvember 2024 09:47 Í vikunni birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslandsskýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024. Þar segir meðal annars að almennt gildi sú regla að „hallarekstur ríkissjóðs felur í sér frestun á skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur heimila til skamms tíma en lækkar þær í framtíðinni“. Ríkissjóður Íslands hefur verið rekinn í halla linnulaust frá árinu 2019 og áætlanir gera ráð fyrir að svo verði áfram út árið 2027. Það gerir níu ár í röð og uppsafnaður halli mun í lok næsta árs vera ansi nálægt 700 milljörðum króna. Á mannamáli þýðir þetta að þeir sem hafa haldið á prókúru ríkissjóðs hafa frekar valið að reka hann á yfirdrætti en að afla tekna til að standa undir útgjöldum. Ofan á það hafa á síðasta rúma áratug verið teknar ákvarðanir um að lækka tekjurnar með skattkerfisbreytingum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu að þær skattalækkanir hafa fyrst og síðast nýst þeim tíu prósentum landsmanna sem þéna mest. Allir aðrir bera nú þyngri skattbyrði. Aðsend Það er ekki ókeypis að reka sig svona, enda þarf sífellt að vera að bæta við skuldirnar til að borga fyrir gatið sem myndast um hver mánaðamót. Skuldir bera vexti og í tilfelli ríkissjóðs er áætlaður vaxtakostnaður fyrir næsta ár nú kominn upp í 120 milljarða króna. Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu munu verða hærri á árinu 2025 en reiknað var með að þær yrðu fyrir 55 dögum síðan. Þá hafa þær verið yfir skuldareglu í sex ár. Augljósu áhrifin á húsnæðismarkað Í skýrslu Hagfræðistofnunar er líka farið yfir hverjar afleiðingar þeirrar pólitískrar efnahagsstefnu síðustu ára að byggja hagvöxt á fólksfjölgun og fjölgun lágframleiðnistarfa hafi verið. Þar segir að þetta endurspegli „hagstjórn og stefnu stjórnvalda þegar kemur að vexti hinna ýmsu atvinnuvega. Við gætum spurt hvað landsmenn eigi að vinna við í framtíðinni. Hvernig atvinnulíf sjá stjórnvöld fyrir sér á hverjum tíma? Sumar atvinnugreinar nota mikið fjármagn og minna vinnuafl, aðrar mikið vinnuafl. Þær vaxa stundum hratt og stundum ekki eins hratt, en stjórnvöld geta haft áhrif á þessa þróun með hagstjórnartækjum sínum og skattkerfi.“ Áhersla á vægi háframleiðnigreina sem byggja á hugviti og sköpunargáfu er þungamiðja í atvinnustefnu Samfylkingarinnar. Skýrsluhöfundar benda á að ein augljósustu áhrifin af gildandi stefnu stjórnvalda séu á húsnæðismarkað. Íbúðum á hverja kjarnafjölskyldu á Íslandi hefur fækkað mjög á síðustu árum samhliða mikilli fólksfjölgun og umtalsvert færri íbúðir eru hér á hverja þúsund íbúa á Íslandi en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Eftirspurn er einfaldlega langt umfram framboð. Á meðal úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni er að metið verði hvert umfang útleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli til ferðamanna, á borð við það sem leigt er út í gegnum Airbnb, sé sem er til frádráttar. „Ef umfangið er nægilega mikið til þess að hafa umtalsverð áhrif á húsnæðisverð þá væri hægt að takmarka starfsemina frekar en gert er.“ Þetta er í öllum takti við plan Samfylkingarinnar um bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði. Til að örva húsnæðismarkað til lengri tíma og fjölga íbúðum er hvatt til þess í skýrslunni að stjórnvöld bjóði upp á skattalegt hagræði fyrir þau verktakafyrirtæki sem reisa ódýrar og hagkvæmar íbúðir. Það er nákvæmlega það sem Samfylkingin ætlar að gera. Plan Samfylkingarinnar virkar Skýrsluhöfundar fara yfir að í núverandi fjármálareglu, sem komið var á í tíð þeirra flokka sem nú skipa ríkisstjórn, sé hvorki hvatt til þess að reka ríkissjóð með afgangi í góðæri, sem myndi draga úr eftirspurn og verðbólgu, né leyfa miklum halla að myndast í kreppu, sem stutt getur við innlenda eftirspurn. Stefnan hafi „einnig í för með sér að viðhald á innviðum er vanrækt.“ Það er nákvæmlega það sem gerst hefur hér á landi og þarf að breytast. Fjárfesta þarf í innviðum og velferðarkerfum til að stuðla að auknum vexti. Það er meginþunginn í efnahagsstefnu Samfylkingarinnar. Í skýrslunni er loks hvatt er til að koma á stöðugleikareglu í ríkisfjármálum á nákvæmlega sama hátt og Samfylkingin vill og hefur lagt til í plani sínu. Í stuttu máli sýnir skýrslan að plan Samfylkingarinnar er rétta planið fyrir Ísland. Fólk sér það. Þess vegna sýnir ný könnun að langflestir treysta Kristrúnu Frostadóttur fyrir efnahagsmálunum, eða 38 prósent. Einungis 17 prósent treysta formann Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í næstum tíu af síðustu ellefu árum, og sjö prósent treysta núverandi ráðherra málaflokksins. Vöxtur með velferð Það þarf að grípa til ábyrgra en ákveðinna efnahagsaðgerða á Íslandi. Það þarf að lækka vexti. Það þarf að ná verðbólgu niður til lengri tíma og halda henni þar. Það þarf líka að auka hagvöxt og búa til störf sem borga góð laun og virða reglur íslensks vinnumarkaðar. Það þarf að ráðast í bráðaaðgerðir til að breyta íbúðum úr fjárfestingavöru í heimili, byggja meira og ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það þarf að taka til eftir óstjórn þeirra sem hafa stýrt en ráða ekki við að fara með annarra fé. Þeirra sem kunna bara að reka sig á yfirdrætti. Það þarf að endurreisa velferðarkerfin sem voru veikt á síðustu árum svo hægt yrði að ráðast í að lækka skattbyrði ríkasta fólks landsins. Það þarf að bregðast við því að sjúklingum á Landspítalanum hefur fjölgað miklu hraðar en starfsfólki. Að almennir lögreglumenn séu jafn margir á vakt á höfuðborgarsvæðinu í dag og þeir voru bara í Reykjavík árið 2007. Það þarf að mæta áskorunum kennara sem er gert að starfa í undirfjármögnuðu umhverfi og sífellt flóknara samfélagi og þurfa þess utan að þola óþolandi virðingarleysi úr hendi þeirra sem stýra kerfunum. Það þarf að búa til getu til að mæta börnum með fjölþættan vanda og fólki sem glímir við fíknivanda. Það þarf að auka vöxt með velferð, ekki stuðla að vexti á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Það þarf að uppfæra Ísland. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslandsskýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024. Þar segir meðal annars að almennt gildi sú regla að „hallarekstur ríkissjóðs felur í sér frestun á skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur heimila til skamms tíma en lækkar þær í framtíðinni“. Ríkissjóður Íslands hefur verið rekinn í halla linnulaust frá árinu 2019 og áætlanir gera ráð fyrir að svo verði áfram út árið 2027. Það gerir níu ár í röð og uppsafnaður halli mun í lok næsta árs vera ansi nálægt 700 milljörðum króna. Á mannamáli þýðir þetta að þeir sem hafa haldið á prókúru ríkissjóðs hafa frekar valið að reka hann á yfirdrætti en að afla tekna til að standa undir útgjöldum. Ofan á það hafa á síðasta rúma áratug verið teknar ákvarðanir um að lækka tekjurnar með skattkerfisbreytingum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu að þær skattalækkanir hafa fyrst og síðast nýst þeim tíu prósentum landsmanna sem þéna mest. Allir aðrir bera nú þyngri skattbyrði. Aðsend Það er ekki ókeypis að reka sig svona, enda þarf sífellt að vera að bæta við skuldirnar til að borga fyrir gatið sem myndast um hver mánaðamót. Skuldir bera vexti og í tilfelli ríkissjóðs er áætlaður vaxtakostnaður fyrir næsta ár nú kominn upp í 120 milljarða króna. Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu munu verða hærri á árinu 2025 en reiknað var með að þær yrðu fyrir 55 dögum síðan. Þá hafa þær verið yfir skuldareglu í sex ár. Augljósu áhrifin á húsnæðismarkað Í skýrslu Hagfræðistofnunar er líka farið yfir hverjar afleiðingar þeirrar pólitískrar efnahagsstefnu síðustu ára að byggja hagvöxt á fólksfjölgun og fjölgun lágframleiðnistarfa hafi verið. Þar segir að þetta endurspegli „hagstjórn og stefnu stjórnvalda þegar kemur að vexti hinna ýmsu atvinnuvega. Við gætum spurt hvað landsmenn eigi að vinna við í framtíðinni. Hvernig atvinnulíf sjá stjórnvöld fyrir sér á hverjum tíma? Sumar atvinnugreinar nota mikið fjármagn og minna vinnuafl, aðrar mikið vinnuafl. Þær vaxa stundum hratt og stundum ekki eins hratt, en stjórnvöld geta haft áhrif á þessa þróun með hagstjórnartækjum sínum og skattkerfi.“ Áhersla á vægi háframleiðnigreina sem byggja á hugviti og sköpunargáfu er þungamiðja í atvinnustefnu Samfylkingarinnar. Skýrsluhöfundar benda á að ein augljósustu áhrifin af gildandi stefnu stjórnvalda séu á húsnæðismarkað. Íbúðum á hverja kjarnafjölskyldu á Íslandi hefur fækkað mjög á síðustu árum samhliða mikilli fólksfjölgun og umtalsvert færri íbúðir eru hér á hverja þúsund íbúa á Íslandi en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Eftirspurn er einfaldlega langt umfram framboð. Á meðal úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni er að metið verði hvert umfang útleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli til ferðamanna, á borð við það sem leigt er út í gegnum Airbnb, sé sem er til frádráttar. „Ef umfangið er nægilega mikið til þess að hafa umtalsverð áhrif á húsnæðisverð þá væri hægt að takmarka starfsemina frekar en gert er.“ Þetta er í öllum takti við plan Samfylkingarinnar um bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði. Til að örva húsnæðismarkað til lengri tíma og fjölga íbúðum er hvatt til þess í skýrslunni að stjórnvöld bjóði upp á skattalegt hagræði fyrir þau verktakafyrirtæki sem reisa ódýrar og hagkvæmar íbúðir. Það er nákvæmlega það sem Samfylkingin ætlar að gera. Plan Samfylkingarinnar virkar Skýrsluhöfundar fara yfir að í núverandi fjármálareglu, sem komið var á í tíð þeirra flokka sem nú skipa ríkisstjórn, sé hvorki hvatt til þess að reka ríkissjóð með afgangi í góðæri, sem myndi draga úr eftirspurn og verðbólgu, né leyfa miklum halla að myndast í kreppu, sem stutt getur við innlenda eftirspurn. Stefnan hafi „einnig í för með sér að viðhald á innviðum er vanrækt.“ Það er nákvæmlega það sem gerst hefur hér á landi og þarf að breytast. Fjárfesta þarf í innviðum og velferðarkerfum til að stuðla að auknum vexti. Það er meginþunginn í efnahagsstefnu Samfylkingarinnar. Í skýrslunni er loks hvatt er til að koma á stöðugleikareglu í ríkisfjármálum á nákvæmlega sama hátt og Samfylkingin vill og hefur lagt til í plani sínu. Í stuttu máli sýnir skýrslan að plan Samfylkingarinnar er rétta planið fyrir Ísland. Fólk sér það. Þess vegna sýnir ný könnun að langflestir treysta Kristrúnu Frostadóttur fyrir efnahagsmálunum, eða 38 prósent. Einungis 17 prósent treysta formann Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í næstum tíu af síðustu ellefu árum, og sjö prósent treysta núverandi ráðherra málaflokksins. Vöxtur með velferð Það þarf að grípa til ábyrgra en ákveðinna efnahagsaðgerða á Íslandi. Það þarf að lækka vexti. Það þarf að ná verðbólgu niður til lengri tíma og halda henni þar. Það þarf líka að auka hagvöxt og búa til störf sem borga góð laun og virða reglur íslensks vinnumarkaðar. Það þarf að ráðast í bráðaaðgerðir til að breyta íbúðum úr fjárfestingavöru í heimili, byggja meira og ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það þarf að taka til eftir óstjórn þeirra sem hafa stýrt en ráða ekki við að fara með annarra fé. Þeirra sem kunna bara að reka sig á yfirdrætti. Það þarf að endurreisa velferðarkerfin sem voru veikt á síðustu árum svo hægt yrði að ráðast í að lækka skattbyrði ríkasta fólks landsins. Það þarf að bregðast við því að sjúklingum á Landspítalanum hefur fjölgað miklu hraðar en starfsfólki. Að almennir lögreglumenn séu jafn margir á vakt á höfuðborgarsvæðinu í dag og þeir voru bara í Reykjavík árið 2007. Það þarf að mæta áskorunum kennara sem er gert að starfa í undirfjármögnuðu umhverfi og sífellt flóknara samfélagi og þurfa þess utan að þola óþolandi virðingarleysi úr hendi þeirra sem stýra kerfunum. Það þarf að búa til getu til að mæta börnum með fjölþættan vanda og fólki sem glímir við fíknivanda. Það þarf að auka vöxt með velferð, ekki stuðla að vexti á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Það þarf að uppfæra Ísland. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun