Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir minnnir á að það þurfi að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV, sérstaklega ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira