Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar 9. nóvember 2024 12:32 Það er eðlilegt að skattamál beri á góma í aðdraganda kosninga og síðustu daga hefur nokkuð verið rætt um tillögu sem snýr að því að takmarka tekjutilflutning þeirra sem starfa í eigin atvinnurekstri, sem einnig hefur verið kallað ‚að loka ehf-gatinu‘. Sú tillaga felst í því að endurskoða fyrirkomulag reiknaðs endurgjalds og koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. Áformin eru umdeild, stjórnmálamenn tala um „meintar skattaglufur“ og telja sumir að tillögurnar hafi sérstaklega neikvæð áhrif á iðnaðarmenn. Hvort tveggja er rangt. Viðbrögðin eru áhugaverð í ljósi þess að enginn ágreiningur er meðal hagfræðinga um að slíkar skattaglufur séu til staðar og eru Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Alþýðusambandið öll sammála þar um. Forsætisráðherra hefur sjálfur bent á óeðlilega hvata í kerfinu[1] og í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar voru áform um að endurskoða regluverk hvað þetta varðar. Öll hin Norðurlöndin, takmarka með einum eða öðrum hætti tekjutilflutning í skattkerfum sínum og tryggja að hlutleysis sé gætt í skattlagningu ólíkra tekna. Viðbrögðin eru þó ekki óvænt, enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir þann hóp sem nýtur góðs af lægra skatthlutfalli. Hvað er tekjutilflutningur? Íslendingar eru með það sem kallast tvíþætt skattkerfi, sem þýðir að launatekjur eru skattlagðar með þrepum en fjármagnstekjur með einu skatthlutfalli. Launatekjur njóta persónuafsláttar á meðan fjármagnstekjur bera frítekjumark. Íslenska skattkerfinu svipar þannig til tvíþættra skattkerfa á Norðurlöndunum þótt útfærslur séu ólíkar. Veikleiki tvíþættra skattkerfa snýr að því hvernig skattleggja á þá sem starfa hjá eigin fyrirtækjum enda geta tekjur af rekstri verið hvort tveggja atvinnutekjur og fjármagnstekjur. Norræna leiðin hefur verið að áætla fjármagnstekjur út frá eignum og því fjármagni sem bundið er í reksturinn, restin er skilgreint sem laun. Á því eru margar útfærslur. Á Íslandi er þessu öfugt farið, skattyfirvöld gefa út viðmiðunarfjárhæðir um þau laun sem einstaklingi í rekstri ber að reikna sér og afgangurinn er skilgreindur sem fjármagnstekjur. Að tala um EHF-gat er ákveðið rangnefni, þar sem sömu glufur eru til staðar í öðrum rekstrarformum. Þegar munur er á skattlagningu launatekna og virku skatthlutfalli fjármagns myndast fjárhagslegur hvati til tekjutilflutnings. Aðilar sem eru með rekstur í gegnum eignarhaldsfélög greiða 20% fyrirtækjaskatt af hagnaði [2] og 22% fjármagnstekjuskatt af þeim arði sem greiddur er út til eiganda. Virkt skatthlutfall á arð nemur því 37,6%. Á hinn bóginn er hæsta skattþrep launatekna 46,28%, eða 52,63% þegar tekið er tillit til tryggingagjalds. Munurinn á skatthlutfalli í efsta þrepi launa og virku skatthlutfalli fyrirtækja skapar því verulegan hvata til tekjutilflutnings hjá þeim sem eru með laun yfir 1.250 þúsund (mörk efsta þreps tekjuskatts). Sá hópur er einungis um 10% tekjudreifingarinnar. Skattalegur hvati þeirra sem eru undir efsta þrepi er hins vegar óverulegur. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er kunnugt um vandann Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins[3] frá árinu 2019 er bent á að hvatar séu fyrir hendi, þ.e. munurinn á virkri skattlagningu fjármagnstekna og efsta þreps skattlagningu launa, sem ívilni tilteknum rekstrarformum. Í skýrslunni kemur fram að félög með 10 eða færri hluthafa, þar sem eigendur fengu laun og arð frá félaginu, voru árið 2017 samtals 3.637. Meðallaun frá félögunum til eigenda sem fengu greidd laun og arð voru 7,4 milljónir á ári (á verðlagi ársins 2017) á meðan að greiddur arður var að meðaltali 9,2 milljónir á ári. Í skýrslunni segir, „Þessar tölur benda óneitanlega til þess að tilflutningur kunni að vera á milli launa og arðs í einhverjum tilvikum og að reiknuð laun séu þar af leiðandi ekki að öllu leyti í samræmi við þær reglur sem um þau gilda“. Í skýrslunni er einnig bent á að til viðbótar við framangreint hneigist eigendur til að ofreikna kostnað og flytja á fyrirtæki persónuleg útgjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert sambærilegar ábendingar til stjórnvalda[4]. Einfalt að bregðast við Ein leið til að girða fyrir tekjutilflutning væri að beita sambærilegri aðferð og Norðmenn[5], svokallað hluthafalíkan. Upptaka slíks kerfi myndi fela í sér að allur arður umfram það sem nemur áhættulausum vöxtum yrði skattlagður með launaskatti. Það þýðir að eðlileg arðsemi fyrirtækis nýtur frítekjumarks og leiðréttir fyrir skattlagningu á tekjustofn sem inniheldur áhrif verðbólgu.Upptaka slíks kerfis myndi leiða til þess að skatthlutföll væru jöfn, óháð því hvort aðilar eru í launasambandi eða atvinnurekstri. Áfram yrðu fjármagnstekjur aðrar en arður skattlagðar í lægsta þrepinu. Nokkuð hefur verið nefnt að tillögur til úrbóta leggist þungt á iðnaðarmenn og tekjulága einyrkja, þetta er ekki rétt. Sé miðað við gögn frá Rafiðnaðarsambandinu eru sjálfstætt starfandi einungis um 3,8% af félagsmönnum, af þeim hafa einungis 5% þeirra tekjur yfir 1.250 þúsund. Hjá tekjulægri einyrkjum eru skattalegir hvatar til tekjutilflutnings hverfandi. Upp að 446 þúsund krónum á mánuði er reiknað endurgjald skattlagt í fyrsta skattþrepi, 31,48%. Hagnaðurinn væri hins vegar skattlagður við 37,6%. Fyrirkomulag reiknaðs endurgjalds er í eðli sínu úrelt kerfi og með öllu óeðlilegt að stjórnvöld sem eru meðvituð um ójafnræðið komi ekki í veg fyrir tekjutilflutning og viðhaldi þannig tvöföldu skattkerfi. Höfundur er hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. [1] Sjá svar við fyrirspurn https://www.althingi.is/altext/152/s/0920.html [2] M.v. síðasta rekstrarár [3] Fjármála- og efnahagsráðuneytið. (2019). „Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum.“ [4] Matheson, T. og Kolbeins, P. (2012). „Allocating Business Income between Capital and Labor under a Dual Income Tax : The Case of Iceland“, IMF Working Paper No. 12/263. [5] Sjá nánar í skýrslu Alþýðusambands Íslands, „Skattar og ójöfnuður“, https://asi.is/wp-content/uploads/2024/06/skattar-og-ojofnudur_skyrsla_070921.pdf og í grein Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Róberts Farestveit, „Veikleikar í skattlagningu fjármagnstekna á Íslandi“, birtist í Vísbendingu, 32 tbl. 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að skattamál beri á góma í aðdraganda kosninga og síðustu daga hefur nokkuð verið rætt um tillögu sem snýr að því að takmarka tekjutilflutning þeirra sem starfa í eigin atvinnurekstri, sem einnig hefur verið kallað ‚að loka ehf-gatinu‘. Sú tillaga felst í því að endurskoða fyrirkomulag reiknaðs endurgjalds og koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. Áformin eru umdeild, stjórnmálamenn tala um „meintar skattaglufur“ og telja sumir að tillögurnar hafi sérstaklega neikvæð áhrif á iðnaðarmenn. Hvort tveggja er rangt. Viðbrögðin eru áhugaverð í ljósi þess að enginn ágreiningur er meðal hagfræðinga um að slíkar skattaglufur séu til staðar og eru Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Alþýðusambandið öll sammála þar um. Forsætisráðherra hefur sjálfur bent á óeðlilega hvata í kerfinu[1] og í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar voru áform um að endurskoða regluverk hvað þetta varðar. Öll hin Norðurlöndin, takmarka með einum eða öðrum hætti tekjutilflutning í skattkerfum sínum og tryggja að hlutleysis sé gætt í skattlagningu ólíkra tekna. Viðbrögðin eru þó ekki óvænt, enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir þann hóp sem nýtur góðs af lægra skatthlutfalli. Hvað er tekjutilflutningur? Íslendingar eru með það sem kallast tvíþætt skattkerfi, sem þýðir að launatekjur eru skattlagðar með þrepum en fjármagnstekjur með einu skatthlutfalli. Launatekjur njóta persónuafsláttar á meðan fjármagnstekjur bera frítekjumark. Íslenska skattkerfinu svipar þannig til tvíþættra skattkerfa á Norðurlöndunum þótt útfærslur séu ólíkar. Veikleiki tvíþættra skattkerfa snýr að því hvernig skattleggja á þá sem starfa hjá eigin fyrirtækjum enda geta tekjur af rekstri verið hvort tveggja atvinnutekjur og fjármagnstekjur. Norræna leiðin hefur verið að áætla fjármagnstekjur út frá eignum og því fjármagni sem bundið er í reksturinn, restin er skilgreint sem laun. Á því eru margar útfærslur. Á Íslandi er þessu öfugt farið, skattyfirvöld gefa út viðmiðunarfjárhæðir um þau laun sem einstaklingi í rekstri ber að reikna sér og afgangurinn er skilgreindur sem fjármagnstekjur. Að tala um EHF-gat er ákveðið rangnefni, þar sem sömu glufur eru til staðar í öðrum rekstrarformum. Þegar munur er á skattlagningu launatekna og virku skatthlutfalli fjármagns myndast fjárhagslegur hvati til tekjutilflutnings. Aðilar sem eru með rekstur í gegnum eignarhaldsfélög greiða 20% fyrirtækjaskatt af hagnaði [2] og 22% fjármagnstekjuskatt af þeim arði sem greiddur er út til eiganda. Virkt skatthlutfall á arð nemur því 37,6%. Á hinn bóginn er hæsta skattþrep launatekna 46,28%, eða 52,63% þegar tekið er tillit til tryggingagjalds. Munurinn á skatthlutfalli í efsta þrepi launa og virku skatthlutfalli fyrirtækja skapar því verulegan hvata til tekjutilflutnings hjá þeim sem eru með laun yfir 1.250 þúsund (mörk efsta þreps tekjuskatts). Sá hópur er einungis um 10% tekjudreifingarinnar. Skattalegur hvati þeirra sem eru undir efsta þrepi er hins vegar óverulegur. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er kunnugt um vandann Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins[3] frá árinu 2019 er bent á að hvatar séu fyrir hendi, þ.e. munurinn á virkri skattlagningu fjármagnstekna og efsta þreps skattlagningu launa, sem ívilni tilteknum rekstrarformum. Í skýrslunni kemur fram að félög með 10 eða færri hluthafa, þar sem eigendur fengu laun og arð frá félaginu, voru árið 2017 samtals 3.637. Meðallaun frá félögunum til eigenda sem fengu greidd laun og arð voru 7,4 milljónir á ári (á verðlagi ársins 2017) á meðan að greiddur arður var að meðaltali 9,2 milljónir á ári. Í skýrslunni segir, „Þessar tölur benda óneitanlega til þess að tilflutningur kunni að vera á milli launa og arðs í einhverjum tilvikum og að reiknuð laun séu þar af leiðandi ekki að öllu leyti í samræmi við þær reglur sem um þau gilda“. Í skýrslunni er einnig bent á að til viðbótar við framangreint hneigist eigendur til að ofreikna kostnað og flytja á fyrirtæki persónuleg útgjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert sambærilegar ábendingar til stjórnvalda[4]. Einfalt að bregðast við Ein leið til að girða fyrir tekjutilflutning væri að beita sambærilegri aðferð og Norðmenn[5], svokallað hluthafalíkan. Upptaka slíks kerfi myndi fela í sér að allur arður umfram það sem nemur áhættulausum vöxtum yrði skattlagður með launaskatti. Það þýðir að eðlileg arðsemi fyrirtækis nýtur frítekjumarks og leiðréttir fyrir skattlagningu á tekjustofn sem inniheldur áhrif verðbólgu.Upptaka slíks kerfis myndi leiða til þess að skatthlutföll væru jöfn, óháð því hvort aðilar eru í launasambandi eða atvinnurekstri. Áfram yrðu fjármagnstekjur aðrar en arður skattlagðar í lægsta þrepinu. Nokkuð hefur verið nefnt að tillögur til úrbóta leggist þungt á iðnaðarmenn og tekjulága einyrkja, þetta er ekki rétt. Sé miðað við gögn frá Rafiðnaðarsambandinu eru sjálfstætt starfandi einungis um 3,8% af félagsmönnum, af þeim hafa einungis 5% þeirra tekjur yfir 1.250 þúsund. Hjá tekjulægri einyrkjum eru skattalegir hvatar til tekjutilflutnings hverfandi. Upp að 446 þúsund krónum á mánuði er reiknað endurgjald skattlagt í fyrsta skattþrepi, 31,48%. Hagnaðurinn væri hins vegar skattlagður við 37,6%. Fyrirkomulag reiknaðs endurgjalds er í eðli sínu úrelt kerfi og með öllu óeðlilegt að stjórnvöld sem eru meðvituð um ójafnræðið komi ekki í veg fyrir tekjutilflutning og viðhaldi þannig tvöföldu skattkerfi. Höfundur er hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. [1] Sjá svar við fyrirspurn https://www.althingi.is/altext/152/s/0920.html [2] M.v. síðasta rekstrarár [3] Fjármála- og efnahagsráðuneytið. (2019). „Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum.“ [4] Matheson, T. og Kolbeins, P. (2012). „Allocating Business Income between Capital and Labor under a Dual Income Tax : The Case of Iceland“, IMF Working Paper No. 12/263. [5] Sjá nánar í skýrslu Alþýðusambands Íslands, „Skattar og ójöfnuður“, https://asi.is/wp-content/uploads/2024/06/skattar-og-ojofnudur_skyrsla_070921.pdf og í grein Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Róberts Farestveit, „Veikleikar í skattlagningu fjármagnstekna á Íslandi“, birtist í Vísbendingu, 32 tbl. 2021.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar