Lögreglan bannaði bjór á B5 Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 15:37 Bjórinn sem Gunnar heldur á er óáfengur á íslenskum mælikvarða. Einungis 0,5 prósent áfengismagn. Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Framsóknarmenn höfðu ætlað sér að bjóða gestum og gangandi í kosningamiðstöðina í gærkvöldi. Planið var að bjóða upp á léttar veigar, áfengar sem óáfengar, fyrir þá sem mættu. Ekkert varð þó úr því eftir að Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, fékk símtal frá lögreglunni í gær. „Við fengum símtal frá lögreglunni í hádeginu þar sem þeir voru að spyrja um viðburðinn. Við útskýrðum fyrirkomulagið og að við ætluðum ekki að vera fram á nótt, bara létta og skemmtilega stemningu. Þeir sögðu að við hefðum þurft tækifærisleyfi fyrir þessum viðburði. Sem ég hef ekki vitað til að þurfi almennt við opnun kosningamiðstöðva,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Góðtemplararnir á B5 Hann segir það hafa verið smá vonbrigði að hafa þurft að breyta viðburðinum með svo skömmum fyrirvara. Eina leiðin til að ná að fagna opnuninni hafi verið að sleppa áfenginu. Taka hlutina í góðtemplarastíl eins og Gunnar orðar það. „Við vorum með dyravörð því við vissum nú að á föstudagskvöldi getur alltaf verið vesen þarna niðri í bæ. Hann átti fyrst að passa það að enginn undir lögaldri kæmi en fór í það frekar að enginn tæki inn áfengi. En þetta var fín stemning,“ segir Gunnar. Láta þetta ekki stoppa sig Mætingin var góð þó Gunnar hafi fyrst um sinn haft áhyggjur af því að enginn myndi mæta í áfengisleysinu. Fólk streymdi inn og út allt kvöldið. Sumir urðu súrir þegar bjórinn sem þeir fengu var með einungis 0,5 prósent áfengismagn. „Það sýndu allir þessu mjög mikinn skilning og við útskýrðum að því miður höfum við þurft að breyta þessu á síðustu stundu. En næstu helgi verður allt klappað og klárt. Við látum þetta ekki stoppa okkur þótt þessi eini viðburður hafi verið aðeins öðruvísi en við ætluðum fyrst,“ segir Gunnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira